Menntamál - 01.10.1950, Blaðsíða 41

Menntamál - 01.10.1950, Blaðsíða 41
MENNTAMÁL 183 arans er svo að glæða myndirnar lífi og kenna nánar um þau atriði, sem tekin eru til meðferðar. Þegar um er að ræða hjálpargögn til átthagafræði- kennslu, virðist mér tvær leiðir koma til greina. Önnur leiðin er sú, sem Kennarafélag Eyjafjarðar hefur byrjað á með umræddri vinnubók, þ. e. a. s. að láta börnunum í té myndablöð til litunar og stílagerðar. Hin leiðin er að gera nokkurs konar handbók (kennslubók) í átthagafræði í svipuðu formi og bækur Axels Nielsens í landafræði og náttúrufræði. 1 bókum Nielsens er fjöldi einfaldra mynda, sem eru teiknaðar á rúðustrikaðan pappír, svo að hægara sé að teikna eftir þeim, en með myndunum eru ljósar og stuttorðar skýringar. Þessi síðarnefnda leið hefur þann kost, að nægilegt er að hafa í hverjum bekk jafnmörg ein- tök og börnin eru, en þau vinna svo með hliðsjón af bók- inni í sínar eigin vinnubækur. Verður þá að telja bókina sem námsbók, sem ríkisútgáfunni bæri að gefa út. Sé fyrr- nefnda leiðin farin, mun hvert barn verða að fá bók, sem það vinnur í, og verður sennilega að kaupa hana, en slíkt hlýtur óhjákvæmilega að hafa í för með sér allmikil út- gjöld fyrir foreldrana. Og þegar námsskráin er athuguð verður ljóst, að hvert barn mun þurfa að fá allmörg hefti. Hér skal engu um það spáð, hvor leiðin verður happa- drýgri, en hitt er víst, að með þessari nýju „Vinnubók í átthagafræði“ er stigið markvert skref í þá átt að glæða þessa þörfu og nauðsynlegu námsgrein, og tel ég mikils um vert, að kennarar kynni sér þessa bók og láti í ljós skoðanir sínar á þessu þýðingarmikla atriði. Ber kennarafélagi Eyjafjarðar þökk fyrir útgáfuna. J. B. J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.