Menntamál - 01.03.1955, Side 16

Menntamál - 01.03.1955, Side 16
8 MENNTAMÁL ekki ákveðnum stigafjölda í þessum prófum, eru ekki talin fær um að stunda almennt skólanám að sinni. Annað hvort eru þau ekki tekin í skólann fyrr en síðar, eða sett í sérstakar deildir, svo nefndar leikskóladeildir. Nokkur fræðsluhéruð hafa einnig hóppróf, sem notuð eru í 8 og 9 ára bekkjum, og er raðað í deildir eftir þeim. Óvíða eru börn tekin í hjálparbekki eða hjálparskóla fyrr en eftir tveggja ára dvöl í almennum deildum. Dveljast þau þá venjulega í hjálparbekkjum það sem eftir er námstímans og ljúka skólaskyldu sinni þar. Þar sem skólasálfræðingar starfa við skólana, hafa þeir yfirumsjón með starfi allra hjálparbekkja og hjálpar- skóla og kenna sjálfir við þá. Aðrir kennarar, sem kenna í þessum bekkjum, eru sjaldnast sérmenntaðir, en margir þeirra hafa sótt námsskeið, sem sérstaklega eru haldin fyrir þá. Þeir hafa sömu laun og aðrir kennarar, en kenna nokkru færri skyldustundir vikulega. í hverj- um hjálparbekk eru aðeins 12—14 nemendur. Víða eru gerðar ráðstafanir til þess að útvega nemendum þessarra bekkja vinnu við þeirra hæfi, og hvílir sums staðar sú skylda á kennurunum að vera nokkurs konar tilsjónar- menn nemendanna, er skólavistinni lýkur og hafa eftir- lit með þeim í eitt eða tvö ár. Fyrir þetta starf fá kenn- ararnir sérstaka þóknun. Nokkuð virðast skoðanir manna á reiki um það, hvort heppilegra sé að hafa sérstakar skólastofnanir fyrir treg- gáfuðu börnin eða sérdeildir við almenna skóla. f Helsing- fors heimsótti ég hjálparskóla, sem mér virtist í alla staði til fyrirmyndar. Að vísu voru afköst barnanna lítil að vonum og handbragði áfátt, en þar ríkti hin mesta starfs- gleði, og var stofnunin líkari heimili en skóla. Fræðslu- fulltrúi sænsku skólanna þar í borg sagði, að engin tregða væri hjá foreldrum að senda börnin í þennan skóla, held- ur væri stundum eftir því leitað. En sums staðar hvílir drungi og ömurleiki yfir þessum stofnunum. Álíta sum-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.