Menntamál - 01.08.1962, Qupperneq 25
MENNTAMÁL
115
gildir um alla rétthyrninga? Og hvað gagnar „Pýþagóras-
arregla“ þeim sem ekki kunna að draga kvaðratrætur ?
Námsbækurnar, sem ætlaðar eru framhaldsskólum, kenna
drátt kvaðratróta með nokkrum hætti (og sumar einnig
drátt kúbíkróta), en fæstar þó svo að vel megi heita.
Reikningsbók handa framhaldsskólum (eftir Jón Á.
Gissurarson og Steinþór Guðmundsson), II. hefti A, segir
(á 11. síðu): „Mjög sjaldan er hægt að finna kvaðrat-
rót í huganum. Liggi það ekki í augum uppi, hver rótin er,
verður að reinka hana út með sérstakri aðferð, sem er
svona:“ (Síðan er fullum tveim síðum varið til þess að
lýsa aðferðinni, en hvorki með striki né stafkrók bent til
skynsamlegrar ígrundunar). Þessi orð bókarinnar eru
ljóst dæmi þess, hversu reikningskennari má síst hugsa
og tala. Hann getur sagt hvernig má vinna verk og hvern-
ig það má ekki gera, en aldrei hvernig það skal unnið, því
að hann á að temja nemendum sínum frjóvan og sjálf-
stæðan hugsunarmáta og þá dirfð sem árangrar eigin
rannsókna skapa, en alls ekki að gera þá að vitvana reikn-
ingsvélum.
Orðin, sem ég hafði hér eftir II. hefti A, valda því að
ég skrifa þessar línur um kvaðratrætur, og vík að kúbík-
rótum. Ég ætla línunum ekki að verða fræðigrein um
drátt róta, heldur frásögn frá fáum atriðum þeirra leiða,
sem ég hef vitað nemendur finna, suma af eigin dáðum
og þó fleiri með smávægilegum ábendingum eða dulinni
handleiðslu.
Því miður verð ég að sýna gildi sumra aðferðanna með
dæmum og ræða notkun þeirra, vegna þess að ég veit, að
margur lesandinn þekkir þær ekki, en rúmið er mjög tak-
markað. Greinin verður því smáir og sundurlausir molar
mikils efnis, en ég vona að þeir geti þó vakið einn og ann-
an til umhugsunar um það, hve frjótt hvert eitt atriði
reiknings getur verið, ef frjálslega er að því unnið og
kennarinn heftir ekki hugsun og starf nemendanna.