Menntamál - 01.08.1962, Page 100

Menntamál - 01.08.1962, Page 100
190 MENNTAMÁL leitt þröngt í skólastofunum, og sá, sem gengur um milli vinnuborðanna, verður að gæta þess vel að rekast ekki á þau eða félagana. Aukið húsrými mundi að mestu leysa þennan vanda. í slíkum tilfellum sem þessum eru það einnig viðbrögð nemendanna, sem verða til þess að móta vissar reglur. Sá, sem stjakað er við, meðan hann situr og skrifar, eða sé bókum hans ruglað, þegar einhver þýtur fram hjá, and- mælir hann því ákveðið. Nemendurnir rökræða, hvernig þeir eigi að koma í veg fyrir óreglu og óþægindi. Sam- komulag verður um, að allir gangi hægt og gætilega, svo að þeir rekist ekki á félaga sína og vinnuborð þeirra. Sá, sem ekki er að vinna, má ekki láta bækur og pappír standa út fyrir borðbrúnina, og þeir, sem eru að skrifa, mega ekki heldur láta olnbogana standa út fyrir brún- ina og skerða þannig gangrýmið. Allir eiga að ganga hljótt um (helzt á tánum), taka upp úr töskum sínum og láta í þær aftur með gætni, svo að ekki verði neinn óþarfa hávaði. Meðan samstarfið stendur yfir, er nauðsynlegt að nem- endurnir fái að talast við, en það getur truflað aðra og spillt fyrir afköstum, ef talað er hátt. Þess vegna er það jafnan ákveðið fljótt, að enginn megi tala um annað en það, sem nauðsynlegt er, og þá að hvísla. Nemendurnir láta fljótt í ljós andúð, ef reglurnar eru brotnar, — og þagga niður í skrafskjóðunni. Sennilega finnst nú sumum lesendum, að allar þessar samþykktir séu ónauðsynlegar og telja, að góð regla og skipan þessara mála náist bezt með því að kennarinn segi: „Gangið hljótt um og gætilega! Pappír, bækur og oln- bogar mega ekki standa út af borðbrúninni!“ Þeir eru sannfærðir um, að nemendurnir hljóti að skilja, að góð regla er hagur fyrir alla. Já, segjum það! En við óslcum eklci aðeins eftir, að nemenclurnir skilji, hvers vegna þeir eiga að haga sér svo eða svo. Þeir þurfa að reyna sjálfir,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.