Menntamál - 01.08.1962, Side 102

Menntamál - 01.08.1962, Side 102
192 MENNTAMÁL arnir leiki samkvæmt réttum reglum. Hegning fyrir lé- legan samleik er venjulega bannfæring. 1 hópvinnu ger- ist það sama og í leikjum: sá, sem ekki bætir ráð sitt, er rekinn úr hópnum. Séu þátttakendur hans aðeins tveir, leitar sá óánægði samstarfs við einhvern annan hóp. Ein- búinn verður ófarsæll, því að hóparnir eru venjulega sam- ábyrgir. Hann verður að vera einn um tíma. Hegningin verður áþreifanleg, og ég hef ekki kynnzt neinum, sem ekki hefur tekið nærri sér almenna andúð félaganna. Það kemur fyrir, að kennarinn verður að skerast í leik- inn og fá dóm félaganna mildaðan. Skipulegt samstarf. Elsa S. Larson hefur fjallað um áhugasviðið (interesse- ansrádet) sem hluta af námsefni ársins og sýnt, hvernig nemendurnir velja sér verkefni, leysa þau annaðhvort sjálfir eða í samvinnu við félagana og reyna að bæta úr- launsir sínar með sjálfsgagnrýni og gagnrýni félaganna. Þegar unnið er með þessum hætti, er starfið slungið f jöl- mörgum félagslegum þáttum. Áhugasviðið er sameigin- legt, það safnar nemendunum til samstarfs. Val áhuga- sviðs er þegar félagslegs eðlis. Nemendurnir ákveða, áð- ur en starfi á ákveðnu áhugasviði er lokið, að hvaða verk- efni þeir ætla að vinna síðar. í fyrstu eru gjarna valin einhver verkefni, sem eru beinlínis á dagskrá. Mikilvægir atburðir, blaðagreinar, kvikmyndaskrár og fleira þess háttar beina oft áhuga þeirra að ákveðnu verkefni. Til dæmis vekur ófriðurinn í Kongó löngun til þess að vita eitthvað um landið. Upp- gröftur eða rannsókn á ákveðinni gröf dregur athyglina að ákveðinni, sögulegri persónu eða ákveðnu tímabili í sög- unni o. s. frv. Nemendurnir vita um námsefni ársins og þeim er kunnugt um, hve langt valfrelsið nær. Innan sviga mætti segja, að það væri mikill kostur fyrir hið frjálsa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.