Menntamál - 01.08.1967, Side 65

Menntamál - 01.08.1967, Side 65
MENNTAMÁL 159 þetta uppeldi, innan hins víða sjónhrings átthagafræðinnar, en þá þyrfti jafnframt að ætla átthagafræðinni meiri tíma í námi barnaskólabarnsins. Snúum okkur nú að hinni svonefndu félagsfræði, sem kennd er lítillega á gagnfræðastigi. Hugmyndin um að kenna þessa námsgrein í íslenzkum skólum var óefað góð og göfug, en framkvæmdin hefur verið mjög í molum, og ber þar margt til. í fyrsta lagi hefur vantað allan kerfisbund- inn undirbúning til handa þeim kennurum, sem fræðsluna skyldu stunda. í öðru lagi virðast þær bækur, sem notazt hef- ur verið við, bera þess harla lítil merki, að tilgangurinn sé sá að veita nemendum raunverulegt uppeldi til skilnings á samfélagi sínu. Ég hef því miður ekki haft tíma til að gjör- kanna efni þeirra bóka, sem mest munu vera notaðar, en við lauslega skoðun sýndist mér sem helzt sætu í fyrirrúmi upp- talning nokkurra stofnana þjóðfélagsins, ásamt ýmsum ráð- leggingum um úrlausn tiltekinna vandamála, t. a. m. gagn- vart skriffinnskukröfum þjóðfélagsins. Hvort tveggja eru þetta atriði, sem vafasamt gagn verður að í kennslu, séu þau ekki kennd í samhengi almennrar samfélagsfræðslu og grundvölluð á skilningi nemandans á þjóðfélaginu, þörf þess fyrir stofnanir og kröfum þess til einstaklingsins. Félagsfræðinni hefur verið ætlaður naumur tími á náms- skrá gagnfræðastigsins. Hún hefur eflaust verið sett inn á skrána vegna einhverrar hugmyndar um þörf fyrir slíka fræðslu. Svo, einn góðan veðurdag er hún komin inn, skraut- blóm á stundaskránni, gróðursett í hjóstrugan jarðveg ein- angrað í ókennilegu umhverfi, og lítt hugsað um vaxtarskil- yrði og næringu. En samt eru allir ánægðir fyrst í stað: gróð- ursetningunni er nefnilega lokið og þarna stendur blómið, það getur hver og einn séð. Félagsfræðin hefur orðið að hálfgildings afstyrmi í náms- efniviðnum, að n.k. ljótum andarunga, sem fáir töldu sig þekkja og enn færri var kær. Kennurum hefur verið ætlað að kenna félagsfræði án þess að fá sjálfir undirbúning og vand-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.