Menntamál - 01.08.1967, Blaðsíða 65

Menntamál - 01.08.1967, Blaðsíða 65
MENNTAMÁL 159 þetta uppeldi, innan hins víða sjónhrings átthagafræðinnar, en þá þyrfti jafnframt að ætla átthagafræðinni meiri tíma í námi barnaskólabarnsins. Snúum okkur nú að hinni svonefndu félagsfræði, sem kennd er lítillega á gagnfræðastigi. Hugmyndin um að kenna þessa námsgrein í íslenzkum skólum var óefað góð og göfug, en framkvæmdin hefur verið mjög í molum, og ber þar margt til. í fyrsta lagi hefur vantað allan kerfisbund- inn undirbúning til handa þeim kennurum, sem fræðsluna skyldu stunda. í öðru lagi virðast þær bækur, sem notazt hef- ur verið við, bera þess harla lítil merki, að tilgangurinn sé sá að veita nemendum raunverulegt uppeldi til skilnings á samfélagi sínu. Ég hef því miður ekki haft tíma til að gjör- kanna efni þeirra bóka, sem mest munu vera notaðar, en við lauslega skoðun sýndist mér sem helzt sætu í fyrirrúmi upp- talning nokkurra stofnana þjóðfélagsins, ásamt ýmsum ráð- leggingum um úrlausn tiltekinna vandamála, t. a. m. gagn- vart skriffinnskukröfum þjóðfélagsins. Hvort tveggja eru þetta atriði, sem vafasamt gagn verður að í kennslu, séu þau ekki kennd í samhengi almennrar samfélagsfræðslu og grundvölluð á skilningi nemandans á þjóðfélaginu, þörf þess fyrir stofnanir og kröfum þess til einstaklingsins. Félagsfræðinni hefur verið ætlaður naumur tími á náms- skrá gagnfræðastigsins. Hún hefur eflaust verið sett inn á skrána vegna einhverrar hugmyndar um þörf fyrir slíka fræðslu. Svo, einn góðan veðurdag er hún komin inn, skraut- blóm á stundaskránni, gróðursett í hjóstrugan jarðveg ein- angrað í ókennilegu umhverfi, og lítt hugsað um vaxtarskil- yrði og næringu. En samt eru allir ánægðir fyrst í stað: gróð- ursetningunni er nefnilega lokið og þarna stendur blómið, það getur hver og einn séð. Félagsfræðin hefur orðið að hálfgildings afstyrmi í náms- efniviðnum, að n.k. ljótum andarunga, sem fáir töldu sig þekkja og enn færri var kær. Kennurum hefur verið ætlað að kenna félagsfræði án þess að fá sjálfir undirbúning og vand-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.