Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1970, Side 33

Æskan - 01.11.1970, Side 33
IÞREYTTU PAPPÍRSBRÚÐURNAR Það rigndi eins og hellt væri úr fötu. Gulla sat við glugg- ann og starði út. Henni fannst alltaf leiðinlegt [ rigningu. Hennl fannst alltaf mest gaman að leika sér úti. Hún sat við gluggann með hendur undir kinnum og hugsaði. Hún var að reyna að láta sér detta eitthvað í hug, sem hún gæti dundað við meðan rigningin var svona mikil. Allt í einu datt henni ráð í hug. Hún sótti pappir og skæri, settist aftur við gluggann og byrjaði að klippa út brúður. Brátt hafði hún klippt svo margar, að þær náðu alveg á milli gluggakarmanna. „Nú ætla ég að sitja hér dálitta stund og dást að brúð- unum mínum,“ sagði hún við sjálfa sig. En þegar hún hafði setið þannig litia stund, tók hún allt [ einu eftir því, að ein brúðan hennar dróst saman og rúllaðist upp af rakanum frá rúðunni. Eftir andartak féll hún á gólfið og tók allar hinar með sér. „Þetta veður hlýtur að draga kjarkinn úr hverjum manni, svo að það er ekkert undarlegt, þó að brúðurnar þoli það ekki!“ Spáni, þar sem þeir eiga heima eftir hollenzkum sögnum, allan annan tima ársins. Borgin Brugge í Belgiu er sérstak- lega fræg fyrir fallegar jólaskreytingar með jólatrjám og lifandi Ijósum í hin- um gömlu, þröngu götum. i Antwerpen ganga jólahljómsveitir [ fararbroddi fyr- ir fylkingu kórdrengja og skrautklæddra presta um göturnar. .Fólk stendur þús- undum saman á gangstéttum og biður þess að sjá skrúðgöngurnar koma eða gengur með þeim [ kirkjurnar meðan klukkurnar hrlngja til messu. í dóm- kirkjunum stjórna kardlnálar hinni miklu jólamessu. Eftir messu fer fólk heim til að halda fjölskylduhátíð, þar sem kertin og jólamiðdagurinn blður. En í flæmsku smáþorpunum úti um land standa börnin við gluggann og horfa út í kvöldmyrkrið vongóð um að sjá vitringana þrjá, sem hverja jólanótt heimsækja smáþorpin með poka á baki fulla af jólagjöfum. Það eru venjulega einhverjir þekktir menn úr þorpinu, sem klæðast kufli vitringanna og taka sér ' staf í hönd. Þeir stanza við hvert hús í þorpinu og syngja hina gömlu jóla- söngva, sem skýra frá göngunni til Betlehem fyrir nær 2000 árum. Þá fyrst eru jólin komin í smáþorpunum. FRAKKLAND Þar er byrjað á þv[ að fara til jóla- messunnar, og seint á jólakvöld er sezt að góðri jólamáltíð, steiktum og grill- uðum kalkún með alls konar góðgæti og helzt kampavíni. Jólajatan og súkku- laðitrjástofninn eru fastir liðir í jóla- skreytingunni. Súkkulaðikakan er tákn hins eldgamla jólaviðar, sem á mörg- um heimilum tiðkast enn að leggja í arineldinn þegar liður að jólum. Jóla- sveinninn — Pére Noel — kemur með gjafir, sem hann lætur i sokka barn- anna (áður fyrr var mjög strangur pater Fouttard með honum, sem refs- aði óþægu börnunum, en hann er nú horfinn, það virðist þvl sem óþæg börn þekkist ekki lengur f Frakklandi — a. m. k. þegar kemur fram undir jól). Á jóladag er borðað „boudin blanc", nokkurs konar hænsnafarspylsa ásamt ostrum og kjúklingum, og í eftirmat aftur „bouche de noel“ (súkkulaðitrjá- stofninn). í Province-héraði koma hirð- arnir og bera í fangi sér lifandi lamb við miðnæturmessuna og syngja sina eigin fögru jólasálma. í Bretagne kveikja konurnar kertaljós í kapellunni á jólanótt, sem tákn um hug þeirra til fiskimannanna á hafinu, sonar eða þá eiginmanns. Þar á það að loga fram á nýársdag. Síðan kveikja þær ekki aft- ur á þv( fyrr en eiginmaður eða sonur er kominn örugglega heim, og beygja kné sfn I þakklæti á stelngólfinu. En ef hann kemur aldrei heim aftur? Þá er kertaljósið ekki kveikt aftur, það stendur um ókomna tíð, beygt og brúnt af tfmans tönn. Það eru mörg slik í kap- ellunum f St. Brieux og St. Mali í Bretagne.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.