Skírnir - 01.01.1917, Blaðsíða 14
Skirnir] Um launa- og eftirlaunatill. launanefndarinnar.
því, hve dýrt eða ódýrt er að lifa, fari með öðrum orðum
eftir verðlagsskrá. Þá hækka launin að sama skapi og
nauðsynjar hækka í verði, en lækka hins vegar að sama
skapi og verð nauðsynja lækkar. Með þeim hætti ætti
ekki að eins að skamta embættismönnum laun og þeim
og ekkjum þeirra eftirlaun, heldur ætti að launa alla
vinnu e i n s. Það ætti að borga skrifstofumanninum, búðar-
manninum, hásetanum og daglaunamanninum eftir sama
mæli, því að núverandilaunamælir er í rauninni jafnranglátur
öllum, þó að hann komi harðast við embættismenn, sem
sitja, að sleptri dýrtíðarsleikjunni, sem slett var í þá aum-
ustu 1915, einir við alóbætt kjör.
Nú þótt halda megi embættismenn sæmilega bæði
m e ð eftirlaunum og á n þeirra, þá er fyrri launamátinn
þó iangsamlega algengastur, að minsta kosti hér í álfu, og
hann heiir viðgengist hér á landi alt fram á þennan dag.
Kjör þau, er embættismenn landssjóðs bjuggu hérvið
samkvæmt upprunalegu launalögunum, lögunum frá 18 7 5
o g 1 8 7 7, voru yfirleitt sæmileg, meðan peningar féllu
ekki að marki í verði. Sýslumenn höfðu (þá sem nú) frá
2000 til 8500 kr. árslaun, flestir 3000 kr., læknar 1500—
1900 kr., báðir auk aukatekna, og kennarar 2000—2800
kr. Aðrir embættismenn voru hér þá yfirleitt ekki til, að
sleptum prestum, og þeir tóku þá laun sín sjálfir hjá
sóknarbörnum sínum og landsetum. Laun æðstu embættis-
manna voru þá jafnvel ó þ a r f 1 e g a há. Biskupinn
hafði þá t. d. 7000 kr. árslaun, en borgaði næstu árin
eftir 1875 ekki nema 2—3 aura fyrir fiskpundið, um 16
aura fyrir mjólkurpottinn, um 16 aura fyrir pundið af
kindakjöti og 25 aura fyrir nautakjöt, um 60 aura fyrir
smjörpundið, urn 15 kr. fyrir mjölsekkinn, og sæmilega 5
herbergjaíbúð mátti þá fá hér fyrir 300 kr. ársleigu.
Almenningur rak að vonum fljótt augun í launa-
t i n d a n a, enda var launum Reykjavíkurembættismanna
breytt mikið verulega 1 8 8 9. Hærri launin öll lækkuð
að miklum mun, biskupslaunin jafnvel um 2000 kr., en