Skírnir - 01.06.1919, Page 46
140
Sir George Webbe Dasent.
[Skírnir
ast óbreytt, svo sem Hof, Holt og Hólar, þó eins auðvelt
hefði verið að þýða þau. Bezta reglan mun vera að halda
staðanöfnum óbreyttum að svo miklu leyti sem mögulegt
er, að minsta kosti láta lyrri hlutann í samsettum nöfn-
um vera óbreyttan, því þá er ætíð hægara að átta sig á
nafninu; þýðing á heitum veldur venjulega glundroða, en.
gerir sjaldan gagn.1)
Það er íslenzkt máltæki, að eitthvað fljúgi landshorn-
anna á milli. Það mætti því komast svo að orði, afr
Dasent með þýðingu sinni hafi látið Njálu berast heims-
hornanna á milli. Enskan er víðlesið mál og enskir menni.
ferðast víða; mentaðir Englendingar hafa líka kunnað að
meta Njálu. Andrew Lang, hinn merki »folkloristi«, get-
ur þess, að Speedy, höfuðsmaður í enska hernum, hafl sagt
lífvörðum Teódórs konungs í Abessíníu söguna af Gunnari,
Njáli og Skarphéðni; hafi þeim fallið hún vel i geð; »og
með afbökuðum nöfnum og öðrum breytingum«, segir
Lang, »mun þessi saga svo verða sögð í Abessiníu, og
þaðan berast út um Afríku, þar sem hvítir menn hafa al-
drei stígið fæti. Svo víðfleyga og langæra mátti hinn
ónefndi sögumaður gera frægðina«. Að því er víðfleygn-
ina snertir, er þó sögumaðurinn ekki einhlítur. Þar til
verður liann að njóta aðstoðar góðs þýðanda, en þýðand-
inn er sem byrinn, er ber skipið fyrir fullum seglum meb
skipshöfninni frá landi til lands.
Halldór Hermannsson.
') Engir þýðendur hafa farið svo langt i að þýða eiginnöfn, sér-
stahlega staöanöfn, eins og þýðendur íslenzkra fornrita i þýzka safnina
Thule. Tökum t. d. þýðingu prófessors A. Heusler’s á Njálu; þar er alt
þýtt í belg og blöðru. Móheiðarhvoli ve'ður Lehmengenbiihl; Fljótshlið,
Stromhalde; Grjótá, Griessach; Hangá, Krummach; Seljalandsmúli, Alm-
landstirn; Eyjafjallajökull, Inselbergferner; Skeið, Henrfeld, o. s. frv.
Slik meðferð veldur þvi meðal annars, nð enginn getur áttað sig á staða-
nöfnunum í Njálu eltir almennu Islandskorti. Að þessu hefir lika verið
fundið af Þjóðverjum; einkum hefir prófes3or H. Gering harðlega vítt
það (sjá Zeitschr. f 'úr deutsche Philoíogie, XLIV. bindi, bls. 489—490).
flvað mundi og Konráð Maurer hafa sagt um slikt? En annais msetti
þetta kenna okkur að fara varlega með útlend nöfn, skira þau ekki upp
og gera óþekkjanleg. Sú var tiðin að Filadelfla átti að heita Bræðra-
borg á islenzku, og fleira mætti nefna af sama tæi.