Skírnir - 01.01.1924, Page 239
Skirnir]
Kitfrtgnir.
229
eru sifelt ný, ef persónurnar, sem ljós viðburðanna leikur um, eru ein-
kendar og lifandi. I þessari bók eru nokkrar mannlýsingar, sem les-
anda liða varla úr minni. Melakóngurinn gamli, sem hefur komizt að
völdunum of auðkeyptnm til þess að kunna að gæta þeirra, róttir nýja
timanum böndina og lætur hann draga sig ofan úr öndveginu; Benedikt
gamli á Leiti, hinn fulltryggi liðsmaður; Thomsen verzlunarstjóri; en
framar öllum húsfreyjan á Melum, þessi fámáli kvenskörungur, sem ber
af kónginnm sinum bæði að viti og geðstyrk, þó að bann fari með völd-
in út á við. Miklu lakari eru lýsingar yngri mannanna, og sumir þeirra
eru of miklir skýjaglópar og málsrófsdýr til þess að vera samboðnir
andstæðingar gömlu kynslóðarinnar. öll glima verður svo bezt, að ekki
sé of mikill fræknleikamunur. Annar galli á bókinni virðist mér vera,
að náttúrulýsingum er viða slett framan við kaflana, án þess að þær
renni saman við rás viðbnrðanna. í>ó að sumar þeirra sé góðar i sjálfu
sér, verða þær eins og mislitar bætur á sögunni. Annars verður ekki
feldur fullsanngjarn dómur um þennan þátt fyr en öll bókin er komin.
En enginn maður er svikinn af að lesa hann, og fá að bíða 2—3 ár og
leiða getum að þvi með sjálfum sér, hvernig höfundur muni leysa
hnútana.
Strandbúar eru sjö smásögur, ærið misjafnar að gæðum. Lengsta
sagan, Hefndir, hefnr þvi miður farið i mola i meðferðinni. En i raun
og vern er efnið stórfeit og viða talsverð tilþrif. Gæti eg trúað því,
að höf. ætti eftir að steypa listaverk úr þvi brotasilfri slðar meir. Þrjár
siðustu sögurnar, Himnabréf, Barómetið og Hdkarlaveiðin, eru allar
vei gerðar, en rúmið leyfir ekki að fjölyrða um þær. En tvær fyrstu
Bögurnar verð eg að minnast ofurlitið á.
Að leiðarlokum, sem áður hefur verið prentuð í Iðunni, var sú
saga, sem fyrst sannfærði mig um, að frásagnargáfa Guðmundar væri
meiri en í meðallagi. Þar er lýst hrösun ungrar stúlku, ólánsspori, sem
stigið er i gáleysi og skammsýni, gegn betra viti og tilfinningu, en verð-
nr aldrei aftur tekið. Þvi fer fjarri, að mér sé gefið um of nærgöng-
uiar lýsingar slikra atvika. Þær eru oft óyndisúrræði ófrumlegra skálda,
sem gripa til þess að kitla imyndun lesandanna, af þvi að þeir megna
ekki að taka hana öðrum töknm. En þvi verður ekki neitað, að lýsing
Guðmundar er betur gerð en efni stendnr til, og eg veit ekki um annan
islenzkan skáldsöguhöfund, sem eg treysti til þess að strjúkast óskemdari
við þann limagarð.
Tófuskinnið er ekki einungis bezta saga G. H,, heldur væri hverju
söguskáldi til sóma. Efnið er frumlegt. Árni á Bala, kokkállinn og
dnsilmennið, verður eitt kvöld fyrir þvi happi að finna nýdauða tófn.
Þar i sveit þykir ekki annað vænna til vegsauka en refaveiðar, og Árni
stenzt vitanlega ekki freistinguna. Hann lýsir vígi á hendur sér og held-
ur afreki sinu og téfuskinninu á loft við hvert tækifæri. Eyrst í stað
er þetta tóm svik og blekkingar. En einn góðan veðurdag heimtar kona