Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 49
ALMANAK 1912.
25
veita þeim aðra nauðsynlega hjálp meðan þeir
ekki gætu komist af sjálfir, kaupa eignarrétt af
Indíánum,og útvega félagánu vinnumenn árlega,
Nú var áríðandi að safna bændum og búa-
liði, til að byggja landflæmi þetta, er kallað var
Assiniboia, og tók yfir meginhluta Manitoba og
stórar spildur af Minnisóta og Norður-Dakóta.
Var fyrsti flokkur sendur utan í júlí sama ár,
en komst ekki suður í Rauðárdalinn fyren und-
ir haust næsta sumar. Um nokkur ár sigldu
arlega smáhópar. Ekki er rúm til að skýra frá
sögu þessara fyrstu landnema. En brátt bar á
miklum fjandskap af hálfu North West fél.
Æsti það Indíána og kynblendinga móti að-
komumönnum. Kom skæðasta rimman 1816,
er Semple landstjóri og um tuttugu manns féllu
fyrir flokk kynblendinga við „Eykurnar sjö“.
Ekki hafði Selkirk lávarður komið á lendur
sínar, en er óeyrðir jukust, afréð hann, að sjá
með eigin augum, hvernig ástatt var í nylend-
unni, og ef vera mætti, að kippa öllu í lag.
Haustið 1815 hélt hann vestur um haf, virðist
hann hafa búist við, að dvelja vestra nokkurn
tíma, því skyldulið hans fylgdist með honum.
Kom hann til Montreal í october, og var þá of
áliðið hausts til að halda lengra. Snemma um
vorið hóf Selkirk ferð sína vestur í land. Sök-
um óeirða þeirra,er svo miklar sögur fóru af, og
hatri því, er North West félagið haföi sýnt jarl-
inum og nýlendu hans, sótti hann til landstjóra
Kanada um herflokk til verndar sér. Sem von
var, var það ekki leyft, þó að jarlinn kvæðist
mundi standast allan kostnað, fjóra eða fimm