Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Page 81
ALMANAK 1912.
57
einnig- land þar. Kona hans er Sigurbjörg Sigurjónsdótt-
ir ættuö af Vesturlandi.
Sigfús Sigurösson hfdfbróöir þeirra Jóhannesar og
Stefáns kaupmanna í Nýja-íslandi (sbr. þátt Berjiþórs
Þórðarsonar). Kona Sigt'úsar er Sigurlaug Jónsdóttir,
Kristjánssonar, Freemans. En rnóðir hennar var Kristín
Jónsdóttir, komin af hinni nafnkunnu Laxárdalsætt í Þist-
ilfirði í Norður-Þingeyjarsýslu. Sigfús fluttist frá Mikley
til Grunnavatnsbygðar, og nam þar land.
Jóhann B. Johnson bróðir konu Jóns H. Johnsons,
fluttist frá Nýja íslandi til Grunnavatnsbygðar og nam
þar land. Hann hefir nú brugðið búi og dvelur hjá átur-
nefndum mági sínum og hefir oft á hendi umsjón á fiski-
veiðum fyrir hann. Húseign sína seldi hann Jóni J. Jón-
assyni er nuntið hefir næsta land við hann. Jón Jónasson
faðir Jóns var albróðir Gísla föður Þorsteins skálds og
ritstjóra í Reykjavík. Kona Jóns heitir Ágústa ættuð
úr Eskifirði í Suður-Múlasýslu.
Eiríkur Rafnkelsson Skaftfellingur flutti einnig
vestur þangað frá Nýja íslandi. Býr hann á takmöikum
Álftavatns- og Grunuavátnsbygða. S) nir hans 3, Rafn-
kell og Jónar tveir, hafa einnig numið þar land.
Vigfús J. Guttormsson, bróðir G. J. Guttormsson-
ar skálds, sem áður er nefndur (sbr. þátt Daníels Sigurðs-
sonar). Hefir nu brugðið búi. Stundaði nám á verzlun-
arskóla einn vetur og er nú póstafgreiðslumaður á Oak
Point. Hahn er skáld gott, en lætur lítið á því bera.
Fer hann í þeirn efnum að dæmi margra góðra hagyi ðinga
heima á íslandi.
Ingimundur Guömundsson bónda Guðmundssonar
frá Tindum á Skarðströud í Dalasýslu. Móðir Inginumd-
ar, en kona Guðmundar var Karítas Gunnarsdóttir frá
Heiðnabergi í sömu sýslu. Kona Ingimundar er Sólborg