Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 116
92
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
fór vestur um haf meö fööur sínum áriö 1876, varhann þá
fimm ára gamall; faðir hans fór til Nýja íslands ogf dó þar
litlu síðar; þá var kominn til Nýja-íslands Sveinbjörn, Jó-
hannesson, sem fyr bjó á Veðramóti í Göngfusköröum; tók
hann Þórarinn til sín, þó eigfi strax við fráfall fööur hans.
Sveinbjörn fór til Norður-Dakota og settist að austnorður
frá Mountain-pósthúsi; var Þórarinn þar með Sveinbirni
mest af sínum uppvaxtarárum; lítið hjelt Sveinbjörn Þór-
arni fram, nema til að vinna og' var honum haldið fast til
þess, en lítt var hann settur til mennta; var honum gefin
naumur tími til skólanáms, og mun hann þar eigi hafa
notið menntunar svo teljandi væri. Þórarinn varð því að
afla sjer nauðsynlegfrar þekkingar jafnframt því að vinna
á öllum tímum og það hygg eg að fáum hafi tekizt betur
undir líkum ástæðum. Kom honum þá að liði að hann
er bæði vel vitiborinn maður, og var snemma stilltur og
gaumgæfur. Snemma sáu menn það, að Þórarinn var
athugull maður og laghentur til allra verka, hafði hann
gott lag á að nota vinnuvjelar og sjá hvað hentast var.
Frá Sveinbirni fór Þórarinn nokkru fyr en hann yrði 20
ára að aldri; mun honum hafa leiðzt vistin og virzt framtíð-
arhorfurnar daufar; vann hann þá í ýmsum stöðum um sinn.
Þá bjuggu þrjár mílur norður frá Mountain-pósthúsi, heið-
urshjónin Hafsteinn Skúlason og Sigríður Þorbergsdóttir;
þau fiuttu frá íslandi árið 1874, til Nova Scotia, en þaðan
til N.-Dakota og keyptu þar land í fjelagi við Jón Hill-
man, tengdason sinn og bjuggu þar nokkur ár. Fóstur-
dóttir þeirra hjet Hallfríður Magnúsdóttir, Gunnarssonar
á Sævarlandi í Ytri-Laxárdal í Skagafjarðarsýslu, er ætt
sú sögð í öðrum kafla sögu þessarar 23. þætti. Hallfríð-
ur var á fóstri hjá þeim frá því á fyrsta aldursári til full-
orðins ára og naut hins bezta uppeldis; var hún vel að
sjer gjör um flest. Árið 1889 dó Hafsteinn; var þá Sig-