Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 93
ALMANAK 1912.
69
áhræröi, þótt allt væri enn dýrt og löngu eptir það. Um
það leyti, sem brautin var byggð norður um, myndaðist
smábær í Poplar Growe, sem þá fjekk nafnið Innisfail,
sem varð þá og er enn næsta járnbrautarstöð fyrir mestan
hluta nýlendunnar. En þótt nú væri brugðið til betra,
svo stóru tnunaði frá því íiður var voru þó aðflutningar
frá Innisfail takmarkaðir og ærnum erfiðleikum háðir.
Enn var Red Deer áin óhindruð, að ögra mönnum og
bjóða þeim byrginn, ýmist að tálma ferð þeirra eða setja
líf þeirra og eignir í voða, Engin brú eða gagnleg ferja
fjekkzt þá um fleiri ár yfir ána; það var fyrst árið 1902 eða
3, að keyrslubrú var byggð á Red Deer ána, að tilhlutun
stjórnarinnar, á póstveginum milli Innisfail og Tindastoll,
varð það fyrir ötulaframgöngu herra J. A. Simpson, fylk-
isþingmannsins í Innisfail-kjördæmi, að þessi vogestur
nýlendubúa var sigraður. Eptir þann tíma að keyrslu-
brúin var byggð yfir Red Deer ána tóku viðskiptatækifæri
nýlendubúa mikilsverðum breytingum til hins hallkvæ'm-
ara, hvað markað og verzlun áhrærði. í 14 ár höfðu þeir
orðið að leggja á tvær hættur þegar óhjákvæmilegt var að
reka ýms nauðsynjaerindi yfir við járnbraut, sem kom fyrir
vikulega allt árið. Þótt nú þessi farartálmi væri, sem
sagt hefir verið, hættulegasti ókosturinn, sem nýbyggj-
arnir höfðu við að stríða, þá voru þeir fleiri andmarkarnir
á þeim árum, sem þreyttu menn og hjeldu þeim til baka;
því verður sannarlega ekki neitað, að framtíðarhorfurnar
voru ískyggilegar. Það liðu heldur ekki mörg ár, áður
Sumir tóku að þreytast á örðugleikunum; var þeim og
vorkunn mikil. Það þurfti sterka von og trú á framtíð-
mni til þess að viljaþrekið og stefnufestan færi ekki á
hæli. Árferði var þá illt; vorin köld og þur og frostnætur
tíðar yfir sumarið, stundum nálega í hverjum mðnuði; jarð-
4