Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 125
ALMANAK 1912.
101
svo keypti hann þreskivjel og vann meC henni hjá bænd-
um; var það sumra manna sögn, aö sá kostnaöur yröi
honum ofjarl fjárhagslega. Á þeim árum var akuryrkjan
undirorpin áföllum, af frostum ekki síst á Pembinafjöllum
og svo mun Indriöi hafa stundum færzt meira í fang, en
hann megnaöi, að reisa rönd viö, dróg þaö til þess, aö
efni hans gengu til þuröar; fór hann þá norður um og
vestur til Alberta árið 1889; settist Indriði þá að í Calg-
ary-bæ, þar var hann um hin næstu ár og starfaöi aö
ýmsri bæjarvinnu. Árið 1894, er ætlun mín aö hann hafi
flutt noröur til nýlendunnar; nam hann þá innanskamms
land, eigi langt frá Burnt Lake og bjó þar um nokkur ár;
hafði hann á þeim árum þyngd mikla af vanheilsu þeirra
hjóna, sem þrengdi þá enn mjög högum hans, hafði hann
þá orðiö þunga fjölskyldu og niikinn kostnaö í búi. Brá
hann þá búi, seldi land sitt og flutti til Reed Deer bæjar
áriö 1901. Indriöi var þá oröinn heill af vanheilsu sinni
og tók þegar að stunda ýmsa vinnu í bænum og í grennd;
sat hann um sinn yfir meiri hluta af allri samningsvinnu
bæjarins; byggði Indriði sjer þar vandað íveruhús úr steini.
Indriði komst þá á skömmum tíma yfir miklar eignir.
Orðið mun Indriði hafa fyrir sköðum af samningsrofi
sumra þeirra, er hann vann fyrir og hefir það þá eðlilega
haft slæm áhrif á fjárhag hans. Þeim hjónum hefir orðiö
níu barna auöiö, af þeim lifa átta, sum þegar fulltíöa.
Indriöi Reinholt er að mörgu velgefinn maöur, hann er
vel viti borinn, höföinglyndur, kjarkmikill og framsækinn
ogT ''gr&ur síst á liöi sínu, meðan honum tilvinnst; og þótt
honum hafi um sinn oröiö fjefátt, verður hann ætíð talinn
mikilhæfur og dugandi maöur. Mjer hefir stundum kom-
ið í hug, hvort aö Indriöi Reinholt, myndi ætíö hafa gefiÖ
sjer tóm, til aö athuga hagfræöislega kostnaöinn við hvaö
6