Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 105
ALMANAK 1912.
81
Síðan Sólheima-pósthús var opnað, hefir Sigurður veriö
þar póstafgreiðslumaður.
34. ÞÁTTUR.
Magnús Steinsson. Magnús er Skagfirzkurað ætt.
Faðir hans var Steinn Vigfússon frá Stóru-Gröf í Lang-
holti, í Skagafjarðarsýslu; móðir Magnúsar hjet Guðrún
dóttir Guðmundar Jónssonar, er lengi bjó í Áshildarholti
i Borgarsveit í sömu sýslu. Steinn var lengi hreppstjóri
í Sauðárhreppi og var talinn duglegur karl; hann varbús-
umsýslumaður mikill og ákafamaður, enda var hann tal-
mn maður ríkur af fje. Systkini Magnúsar voru níu,
tveir bræður sem dóu ungir og sjö systur. Magnús áttti
konu er Ásta Salvör hjet; hún var ísfirzk að ætt. Faðir
hennar hjet Þorvarður Brynjólfsson, en móðirhennarÁsta
Jónsdóttir. Voru þau lengi í ísafjarðarkauptúni. Syst-
kiniÁstu voru: Gísli Guðmundur—Goodman—núíPonoka,
Alberta og Rannveig og Kristín, nú báðar dAnar.
Magnúsi og konu hans hefir orðið fjögurra barna auðið:
Þorsteinn Óskar, sem. dó ungur; þrjú eru á lifi: Össur
Kristján og tvær stúlkur: Ásta og Guðrún. Magnús ólzt
upp með föður sínum. Árið 1883 fór hann til Ameríku;
settist hann þá að í Winnipeg; vann hann þá hin næstuár
á ýmsum stöðum í Mantoba, einkum við járnbrautavinnu.
Árið 1890 fór Magnús vestur til Calgary og giptist þar
það sama ár. Árið 1891 flutti Magnús norður í íslend-
ingabyggðina, norðan Red Deer, og settist á land í grennd
við Burnt Lake, en var þar ekki lengi; skilaði liann því
landi aptur til stjórnarinnar. Flutti hann þá vestur að
Medecine-á og bjó þar um næstu ár. Árið 1898 nam
Magnús land að vestanverðu við Medecine-á, móts við
land Guðmundar Þorlákssonar; á því landi bjó hann þang-
að til árið 1907 að hann ljet af búskap; seldi hann þá