Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Síða 117
ALMANAK 1912.
93
ríður ein síns liðs með Hallfríði fósturdóttur sína; mun
þá Þórarinn hafa verið með þeim um sinn og virðist þeim
hann vel; var Hallfríður þá gjafvaxta og þótti hinn bezti
kvennkostur; fjekk Þórarinn hennar og hjeldu þau brúð-
kaup sitt árið 1890. Árið eptir 1891 fóru enn nokkrir frá
Dakota vestur til Alberta; einn af þeim var Þórarinn með
konu sína og tengdamóður. Þórarinn settist að á ómældu
landi austanverðu við Medecine-á, mílu norðaren Stephan
skáld, en þegar landið var útmælt, nam ekkjan Sigríður
þar land og eignaðist það, en að henni látinni, hlaut
Þórarinn það og bjó á því þangað til hann flutti hjeðan.
Sjálfur nam Þórarinn land í Fellshlíðinni, beint upp frá
bústað sínum og varð eigandi þess. Árið 1905 hætti Þór-
arinn búskap, seldi hann þá meiri hluta lausafjár síns og
flutti til Red Deer bæjar; keypti hann þar bæjarlönd og
bygöi gott og vandað íbúðarhús, með öllum þeim þæg-
indum, er höfð eru í öllum vönduðum bæjarbyggingum.
Þar hefir hann búið síðan. Hefir hann fengist nær ein-
göngu við samningsvinnu (kontrakt) og farið það vel úr
hendi. Fimm börn eiga þau hjón á lífi, öll fremur mynd-
arleg og vel gefin. Þau heita: Sigríður Florence, Ása
Jóhanna, Ingibjörg Sigurlaug, Lilía Þorfríður og Stefán
Victor. Oll eiga þau að ganga menntaveginn, ef þess
verður auðið. Elztu systurnar tvær eru nú árskennarar á
alþýðuskólum í þessu hjeraði, sú þriðja hefir kennt um
tíma, en mun nú vera á háskólanum, en tvö þau yngstu
langt komin með undirbúnings lærdóm. Eftir að Þórar-
inn kom hjer vestur, kom það brátt í Ijós, að þau hjón
voru vel að sjer gjör og ljetu gott af sjer leiða; Þórarinn
tók mikinn þátt í öllu sem til framfara horfði í bygðinni,
vanst vel að því, sem hann átti hlut að, því að hann var
bæði hygginn og óeigingjarn og verkhagur maður í bezta