Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Síða 104
80
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
Reykjum; en hvort Jón átti fleiri systkini, er hjer ekki
hægt aFi segja. Bróðir Ástríöar á Víöimýri, ætlajeg-væri
Sigurður er lengi bjó á Kagaðarhóli á Ásurn og síðar á
Refsstöðum í Fremri-Laxárdal. Systkini Sigurðar Jóns-
sonar voru: Sigfús, prestur að Mælifelli í Skagafirði; Sig-
urjón og Árni, báðir dánir og ein systir Guðrún að nafni,
gipt Birni Erlendssyni ættuðum úr Þingeyjarsýslu, Guð-
rún dó í Norður-Dakota. Sigurður kvongaðist ungur,
Sólveigu dóttur Nikulásar á Stóru-Seilu, Magnússonar
prests í Glaumbæ, en móðir Sólveigar var Sigríður Árna-
dóttir, Hélgasonar á Fjalli í Sæmundarhlíð. Bræður
Nikulásar á Stóru-Seilu voru: Halldór í Geldingaholti,
Magnús á Stóru-Seilu og Einar í Krossanesi faðir Indriða
leikritaskálds í Reykjavík; hálfbróðir þeirra Glaumbæjar-
bræðra var Jón á Ogmundarstöðum, en systir þeirra var
Efemía, kona Gísla Konráðssotiar, sagnritara og skálds.
Sólveig kona Sigurðar andaðist heima á íslandi;með
henni átti hann tvo sonu Nikulás og Jón, sem báðir eru
ásamt föður sínum í Alberta. Sigurður giptist öðru sinni,
Sigríði frændkonu sinni Benonídóttur frá Beinakeldu.
Systir Sigríðar var Elín, kona Jóhanns Einarssonar frá
Krossanesi, bróðir Indriða leikritaskálds. Sigurður fór
vestur um haf af Sauðárkrók árið 1887 til Winnipeg, en
fór þaðan suður til Norður-Dakota og var þar hin næstu
missiri. Þaðan flutti hann til Alberta árið 1889 og settist
að í Calgary; norður í íslenzku byggðina flutti hann 1891.
Settist hann þá að á landi því, er Ólafur frá Espihóli hafði
fyrst aðsetur sitt á, en árið 1894, færði hann bú sitt aust-
ur um Fell, þangað sem Einar læknir hafði áður búið,
og nú er Sólheima-pósthús; nam Sigurður það land og
bjó þar síðan. Sigurður er greindur og lipur hagyrðing-
ur, skemmtinn og ann íslenskri menning og þjóðerni.