Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 84
60
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
hana. Fyrsti forseti félag'sinn var A. M. Freeman og
Jón Jónatansson bókavöröur. En árið eftir var B. S.
Líndal kjörinn féliiröir og bókavörður. Árstillag félags-
manna var lengi frameftir einn doll. En nú síöari ái in
75 cents. Fyrstu árin voru félagsmenn aðeins 10, en eru
nú 26 og hafa verið það í all-mörg <<r. Félagið á nú yfir
300 bækur og hefir stundum ha(t 4 útlíinsdeildir, erseitar
hafa verið eftir því hvar flestir félagsmenn hafa veriö bú-
settir. Fyrsta samkoma til styrktar félaginu var haldin
í febrúarm. árið 1896, var það hlutavelta og vaiðágóðinn
$17.65, var það hin fyrsta samkoma er goldinn var að-
gangseyrir fyrir í bygðinni. Síðan hafa verið haldnar
samkomur að kalla má á hverju ári félagin'u til eflingar.
Árið 1905 sameinaði lestrafélagið sig við félagið ,,Veið-
andi‘‘ og bygðu þ;iu í félagi samkomuhús, er síðar mun
nákvæmar skýrt fiá í þætii félagsins ,,Verðandi“. Eiga
félögin húsið að sínum helmingi hvort.
Menningarfélagið ,,Verðandi“
Hvatamaður þess að félagið ,,Verðandi“ var stofnað
var ungur maður Jóhannes Halldórsson að nafni, sonur
Halldórs Jónatanssonar frá Elautafelli í Þistilfirði og
Kristínar Jónsdóttur, Ágústssonar frá Hafurstöðum. Var
Halldór faðir Jóhannesar, bróðir Jóns er myndaði Iestrafé-
lagið, sem áður er frásagt. Jóhannes kom til Ameríku
frá Kúðá í Þistilfirði árið 1893. Hann var bókhneigður
maður og námgjarn og aflaði sér af sjálfsdáðum með lítilli
tilsögn talsverðiar mentunar. Var hann ýmist í Grunna-
vatnsbygð eða Winnipeg. Hanr. er nú dáinn fyrir nokkr
um árum. Um myndun félagsins og starf, hefir merkur
maður í Grunnavatnsbygð skýrt þannig frá: ,,Jóhannes
Halldórsson boðaði til fundar í Markland skólahúsi, 9. jan.
1902 og var þá félagið ,,Verðandi“ stofnað. Stoínendur