Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Qupperneq 110
86
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
hennar Valdimar aö nafni, drukknaði vorið 1911 í Winni-
pegvatni; fjögur eru & lífi: Friðfinna Guðrún, gipt Sigur-
jóni Guðmundarsyni á Litluströnd í Mývatnssveit; Jón-
inna Rannveig í Skógum í Axarfirði; Anna Jósefína, gipt
kona í Argyle, Man. og Jósef bóndi við Baldur, Man.
Helga varfjórði liður í móðurætt frájónasi Hallgrímssyni
skáldi. Börn þeirra Jóns og Helgu eru sex á lífi, öll hér
í Ameríku; einn sonur, Jón Ármann, að Markerville og
fimm dætur: Hin elzta þeirra er Svava, gipt Jóni Kjærne-
sted, Winnipeg Beach; önnur er Regína, gipt Guðmundi
syni Stepháns skálds, verzlunarmanni á Markerville;þriðja
er Lára Sigurlína, kona Jóns Benedictssonar, verzlunar-
manns á Markerville; tvær systurnar munu vera í Winni-
peg, Rannveig Jósefína og Kristbjörg Málfríður. Vorið
1883 fluttu þau Jón og Helga að Ytri-Neslöndum í Axar-
firði; þaðan fluttu þau vestur til Ameríku árið 1884 og
settust að í Kinmount, Ontario, en fluttu þaðan vorið 1885
vestur til Winnipeg og dvöldu þar stuttan tíma, en fóru
þaðan suður til Dakota og bjuggu þar hin næstu missiri;
ætla jeg að Jón tæki þar land norðan Tunguár, þótt það
sé ekki víst. Jón flutti aptur til Winnipeg og hafði þar
dvöl nokkra, áður hann flutti til Alberta, en það var árið
1889; settist hann þá að í Calgary um sinn, en norður til
nýlendunnar mun hann hafa flutt árið 1891. Jón var nærþví
allslaus er hann kom til Calgary, þar vann hann við srníða-
vinnu og þótt hann hefði stóra fjölskyldu um að sjá, bætti
hann þó hag sinn mikið. Þegar hann var kominn norð-
ur, efndi hann til bólstaðar að vestanverðu við Medecine á
upp frá landnámi Bjarna Jónssonar; húsaði Jón þar snotr-
an bæ í skógarrjóðri á árgilsbakkanum;er þaðan fagurt
útsýni yfir bygðina austur og suður; síðar nam Jón það
land og bjó þar til æfiloka. Jón andaðist árið 1907, var
hann þábúinnað missa Helgu kouu sína, hún andaðist 1895.