Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Side 58
34
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
steins Jónssonar og- Guörúnar Jónsdóttur, er bjuggu í
Broddanesi í Strandasýslu og áriö eftir flutti eg meö þeitr.
að Skriöunessenni í Strandasýslu, hjá þeim var eg vinnu-
maöur þar til haustiö 1877, 9. des. Þá varö sá atburöur
aö húsbændur mínir druknuðu. Það skeði á sjóferö, að
kvöldlagi, frá Broddanesi að Skiöunessenni. Á skipinu
voru húsbændur mínir, Þorsteinn og Guðrún, og Matthías
Jónsson, er þá bjó einnig á Enni, Bjarni unglingspiltur og
Anna Bjarnadóttir, vinnukona húsbænda minna. Skipiö
barst upp á sker og hvolfdist. Eg kunni nokkuð til
sunds og tókst því aö koma þeim hjónum báöum á
kjöl skipsins. En þá kom önnur alda en voöalegri
og velti um aftur. Eg náöi aftur til skipsins. Br'imrótiö
var voðalegt og eg sá þá ekkert af fólkinu, nema stúlkuna.
Henni gat eg bjargaö til lands, því þetta var örskamt frá
landi. Má svo segja, að þessi alda haíi hrundiö mér til
Vesturheims, því sumarið eftir 1878 flutti eg vestur um
haf. Eg dvaldi fyrsta sumarið í Ontario, en um haustiö
fluttist eg til Minneota í Minnesota. Um veturinn var
eg nokkra mánuöi í skóla, er Eiríkur Bergmann o. fl.
stóöu fyrir. Fór kenslan fram í íbúöarhúsi og var kenn-
arinn Norömaður. Vorið eftir fór eg í vinnu út á járn-
braut, var þá öll mín eign 50 doll. í Bandaríkjunum
dvaldi eg í 4 ár. P'yrst viö algenga bændavinnu og síðar
við verzlunarstörf. Þar nam eg ýmislegt er mér hefirsíö-
ar aö gagni komiö; þar hefi eg unaö bezt æfi minnar og á
þar marga góökunningja er eg þrái aö sjá. Til dæmis
um hvað íslendingar nýkomnir máttu þá búa við, get eg
þess, að tímann sem eg dvaldi í Ontario, varö eg að vinna
fyrir 25 cent á dag. Málleysið og þekkingarleysiö hazlaÖi
mér völl. Eg gat ekki leitað eftir betra, þar var ekki til
neins aö flýja meö kvartanir. Eg hlaut aö taka hverju
því sem að höndum bar. Nú hafa innflytjendur lil vel-