Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 80
56
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
Jóhanna bjugfgu á LangAtfossi í Borgarfjarðarsýslu og var
Pétur mörg ár hreppsnefndaroddviti í Álftaneshrepp.
Einar Þorkelsson (Johnson), Jóhannssonar bónda á
Þorsteinsstöðum í Svarfaðardal. Fluttist til Ameríku
meö fósturforeldrum sínum Stefáni Jónssyni oglngibjörgu
föðursystur sinni. Kona Einars er Oddfríður Þuríður
Þórðardóttir, systir Jóhönnu konu Péturs Péturssonar, er
um er ritað hér næst á undan.
Bergþór Þórðarson, Guðmundssonar, Torfasonar
og Bergþóru Bergþórsdóttur er bjuggu á Átiabrekku í
Borgarhrepp í Mýrasýslu allan sinn búskap. Er Bergþór
bróðir þeirra systranna Oddfríðar og Jóhönnu er um er
ritað hér á undan. Eru þau systkin öll vel greind, og fé-
lagslynd og vilja styðja menning og framför bygðar sinnar.
Bergþór er giftur Kristjönu Sigurðardóttir, systur þeirra
Jóhannesar og Stefáns kaupmanna í Nýja íslandi, var
faðir þeirra Sigurður Erlendsson, er síðast bjó að Klömbr-
um í Þingeyjarsyslu og flutti þaðati vestur um hafogsett-
ist að í Mikley. Bergþór nam land í Grunnavatnsbygð,
og bjó þar 6 Ar, seldi síðan land sitt og flutti til Nýja ís-
lands aftur og settist að á Gimli og er þar kjötsölumaður.
Sigurður Sigurðsson, Hinrikssonar, er síðast bjó að
Miðhúsum á Akranesi. Kona Sigurðar var Bergþóra
Bergþórsdóttir, sú er áður er nefnd, móðir þeirra Berg-
þórs og systra hatis. Var hún ekkja er hún giftist Sig-
urði. Þau bjuggu á Ánabrekku í Borgarhrepp ogfluttust
þaðatt vestur um haf árið 1887 og settust að í Mikley.
Árið 1903 fluttu þau til Grunnavatnsbygðar og nam liann
þar land. Það ár andaðist kona Sigurðar, brá hann þá
búi og lét það í hendur barna sinna: Ingimttndar, Grcíu
°g Ragnheiðar. Sonur hans Ingimundur hefir einnig
numið þar land.
Þórður Sigurðsson, sonur nýnefnds Sigurðar, nam