Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 107
ALMANAK 1912
83
aö hann flutti vestur til Alberta-nýlendunnar; nam hann
þar land, eina mílu suðvestur af Markerville, þar sem hann
hefir búiö síðan. Gísla er vel fariö um flest; hefir hann
gott og- vel um hyrt bú og hefir reynzt nýtur liðsmaður í
öllum fjelagsskap í byggöinni og fáir ætla egsjeu þeir, sem
reynist þrautbetri nje staðfastari, þegar málin eru torsótt
og ekki gengur allt eins og æskilegt væri.
36. ÞÁTTUR.
Gunnlaugur Siguröarson. Þótt sumir kunni að á-
líta, aö eigi sje næg ástæða til að telja Gunnlaug meðal
landnámsmanna í Alberta-nýlendu, þá vona jeg, að við
nánari athugun, sjái allir, að því er ekki þannig varið;
hann byggði hjer heimili og bjó á því svo árum skipti og
þannig var því varið með marga fleiri eins og sjá má af
öðrum kafia sögunnar.
Gunnlaugur er Evfirðingur að föðurætt, en Skagfirð-
■ ngur í móðurætt. Faðir hans var Gíslason, Stefánsson-
ar á Göngustöðum í Svarfaðardal í Eyjafjarðarsýslu. Móð-
ir Gunnlaugs var Ingibjörg Jónasdóttir, Jónssonar frá
Brúnastöðum • í Fjótum í Skagafjarðarsýslu. Systkini
Gunnlaugs voru: Jón, Guðrún, Gísli og Jónas og eru þau
öll heima á íslandi. Kona Gunnlaugs var Margrjet Jóns-
dóttir, Jónssonar, er lengi bjó í Stafnsseli og síðast á
Fossum í Svartárdal í Húnavatnssýslu, en móðir Mar-
grjetar var Jóhanna Þorfinnsdóttir ættuð úr Svarfaðardal.
Gunnlaugur er fæddur 10. sept. 1860 á Göngustöðum í
Svarfaðardal og ólzt þar upp; síðast var hann á Ósi í sömu
sveit og fór þaðan vestur um haf árið 1887. Sá vestur-
faraflokkur fór meginlega til Brandon, Man.; þangað fór
Gunnlaugur einnig, eti dvaldi þar skamrna stund; hjelt
liann aptur austur til Winnipeg, um veturinn eptir. í
\\ innipeg var Gunnlaugar hin næstu ár. Frá Winnipeg