Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Qupperneq 130
106
Ól.AfUR s. thorgeirsson:
flestu, verkhagur á allt, sem hann leggur hönd á. Stefnu-
fastur er hann og lítt fyrir að láta hlut sinn, sviparhonum
um margt til forfeðra sinna og glöggt má þekkja hjá hon-
um ýmsa eiginlegleika afa hans, Jónasar á Syðstavatni;
raunbezti maður er hann, sem Jón sál. læknirfaðir hans,
tryggur og vinfastur. Ingibjörg Rannveig, kona Jónas-
ar, er fædd á löngumýri í Vailhólmi í Skagafirði árið 1865;
bjó faðir hennar þar og einnig í Húsey. Ólst Ingibjörg
upp með foreldrum sínum og fór með þeim vesturum haf;
systkini Ingibjargar, sem lifa eru: Jón Sigfússon (J. S.
Gillies) bóndi við Morden, Man., mikilhæfur maður og
drengur góður og Rannveig Sigfúsdóttir, bústýra Árna
Pálssonar, bónda við Markerville, Alta; annar bróðir Ingi-
bjargar var Árni Sigfússon, bóndi við Morden, Man., dó
veturinn 1911. Foreklrar Ingibjargar eru enn á lífi; búa
þau á eignarjörð sinni við Morden, Man., í grennd við Jón
son sinn. Bæði eru þáu háölðruð, Sigfús 87 ára, en Rann-
veig 76; bæði eru enn ern, svo fágætt er á þeirnaldri; sjeð
hef jeg nú rithönd Sigfúsar og er það með afbrigðum,
hvað læsilega hann skrifar enn, svo gamall maður. Kona
Jóns Bjarnasonar í Álptagerði, móðir Jónasar á Syðsta-
vatni, hjet Anna Jónsdóttir frá Víðimýri.
Hjer að framan, hefir þá verið skýrt frá landnámi Islendinga í
Alberta-nýlendunni á tímabilinu frá 1890 til 1900; þó varð jeg að
sleppa nokkrum landnemum sem tilheyrðu þessu tímabili; heíði jeg:
ekki g-jört það, mundi þessi kafli, hafa tekið upp meiia rúm, en á-
stæður ,,útgefandans“ þoldu í þetta sinn. Þessir áminstu land-
námsmenn, verða því taldir í IV. kafla sögunnar, sem verður gfefin
út í Almanakinu fyrir árið 1913, að því eg bezt veit. Nokkrar leið-
réttingar við II. kafla fylgja hér með; fíeira hefði þurft að athuga,
en sem verður að bíða betri hentugleika.