Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 57
ALMANAK 1912.
33
heimilis hjá mér. Við komum til Winnipeg- 10. ágúst.
Tæpu ári síðar giftist eg. Kona mín er Jónína Elizabet
Björnsdóttir, bónda Jónssonar frá Dálksstöðum við Eyja-
fjörð. Móðir konu minnar var Soífía Sigurðardóttir, Þor-
steinssonar, var Sigurður faðir hennar bróðir þeirra Ind-
riða gullsmiðs á Víðivöllum og síra Hjálmars er síðast var
prestur í Kirkjubæ í Hróarstungu. — Eg dvaldi tæp 3
ár í Winnipeg og flutti þaðan hér í bygðina11. —
Eins og áður er getið varð Árni fyrstur manna til.að
taka sér bólfestu í bygðum þessum. Hann er nú með
efnuðustu bændum þar og hefir verið forgöngumaður
ýmsra framfaramála bæði skólamála og trúmála og einnig
látið mikið til sín taka í stjórnmálum. Árni er greind-
ur vel og fastlyndur. Heimili hans er eitt hiðallra mynd-
arlegasta þar um slóðir.
Björn S. Líndal er fæddur á Gautshamri í Stranda-
sýslu árið 1853. Faðir hans Sæmundur Björnsson bóndi á
Gautshamri var Björnsson prests, Hjálmarssonar í Trölla-
tungu í Strand asýslu. Var hann prestur í 59 ár, þar af 53
ár í Tröllatungu. Hjálmar faðir síra Björns vareinnigprest-
ur í Tröllatungu. Móðir Björns Líndals var Guði ún Bjarna-
dóttir, bónda á Þórustöðum í Bitru í Srandasýslu. Um
æfiferil Björns Líndals hef eg fengið hjá honum sjálfum
upplýsingar þær er hér fara á eftir: ,,Eg ólst upp hjá
foreldrum mínum á Gautshamri, þar til faðir minn dó og
síðan hjá móður minni, þar til árið 1872 er eg fluttist með
henni að Þamárvöllum í Bitru, giftist hún þar aftur Jóni
bónda Bjarnasyni, er þar hafði lengi búið. Árið 1874
gerðist eg lausamaður, kostaði það á þeim tíma 6 vættir
að vera frjáls maður á íslandi. Heimili átti eg á Þóru-
stöðum í Bitru, því hver lausamaður varð að eiga heimili.
Eg vann að algengum útiverkum á sumrum, en að vefn-
aði á vetrum. Vorið 1875 fór eg í vinnumensku til Þor-