Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 123
ALMANAK 1912.
99
hann var hinn mesti dug’naðarmaður og fór vel með efni
sín; eptir að hann kom til Dakota, eignaðist hann nokk-
urn fjárstofn, er hann hafði til Alberta; fyrstu árin jókst
efnahagur hans hjer eigi síður en annara, því hann var á-
hugamaður, að duga ástæðum sínum, en svo missti hann
heilsu sína og hefir ekki síðan orðið jafn hraustur, sem
áður; hnekkti þetta búnaði hans um sinn; eigi að síður
hefir honum búnast hjer vel, einkum síðari árin; synir
hans, sem fullþroska eru, Jón og Jóhann eru dugnaðar-
og myndarmenn, sem hafa stutt búnað hans um undan-
farin ár.
45. ÞÁTTUR.
Guðmundur lllugason. Guðrrundur er ættaður úr
Dalasýslu. Faðir hans var Guðmundarson. Kona Guð-
mundar Illugasonar hjet Elín Jónsdóttir, ættuð úr Dala-
sýslu. Elín átti son, Jón að nafni, með Böðvari á Skarði
er Jón nú kominn til Alberta. Guðmundur og Elín áttu
tvær dætur; Guðlína Þorleif; hennar fjekk Friðrik Krist-
jánsson, Jónssonar og Guðrún Ólína, sem er með foreldr-
um sínum. Guðmundur flutti frá íslandi vestur um haf
árið 1887 frá Bálkastöðum í Húnavatnssýslu, mun hann
þá hafa farið til Dakota og sezt að í Mountain-bygð, bjá
Sigurði Árnasyni og Karítas konu hans og verið í föru-
neyti Sigurðar árið eptir,1888, vestur til Alberta;Guðmund-
ur var þá fjevann ogsettist að í Calgary, og vann þar hin
næstu missiri, mest hjá Ólafi Goodman. Haustið 1889
flutti Guðmundur norður tii nýlendunnar og var þá enn
með Sigurði Árnasyni hinn næsta vetur. Vorið eptir mun
hann hafa sezt á land austur við Burnt Lake og dvaldi
þar um eitt eða tvö ár, en hvarf svo aptur til Calgary og
var þar þá 8 ár. En árið 1898 mun Guðmundur hafa flutt