Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 122
98
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON
skrafhreifur; hagyrSingur var hann, seni hann átti kyn til,
en þótti fyrrum óvæginn í kveöskap sínum og illskældinn
var hann kallaöur af sumum. Aldrei hefir Jón kvongast,
en einn son átti hann, GuÖmund aö nafni, þaÖ var greind-
ur-piltur og gott mannsefni; hann lifði eigi lengi, en dó
rúmlega tvítugur aö aldri.
44. ÞÁTTUR.
Herraann Jónsson (Hillman). Hann var Skagfirð-
ingur að ætt; faöir hans var Jón á Hóli á Skaga, Rögn-
valdsson á Kleyfum á Skaga. Jón bjó á Hóli allan sinn
búskap, þaðan kom þeim sonum hans kenningarnafnið
Hillman, eptir að þeir fluttu til Ameríku. Móöir Her-
manns var Una Guðbrandardóttir og var ætt hennar norð-
ur í Fljótum. Albræður Hermanns voru: Jón Hillman,
bóndi við Mountain, N.-Dakota og Pjetur Hillman, bóndi
viö Akra, N.-Dakota, en a'systir Hermanns hjet Guðrún.
Hálfsystkin átti hann: Rögnvald, Gísla og Guöbjörgu.
Kona Hermanns var Margrjet, hún var dóttir Ogmundar
Jónssonar á Brandaskarði, en móðir hennar var Jóhanna
dóttir Magnúsar á Fjalli á Skaga, Jónssonar, prests á
Steinnesi í Húnaþingi. Hermann fór vestur um haf árið
1887; fór hann fyrst til Pembina-hjeraös, N.-Dakota og
settist að í nánd við Akra, og dvaldi þar um hríð. Eptir
það dvaldi hann tvö ár suður í Mountain-bygð, hjá Jóni
bróður sínum. Þaðan flutti hann til Alberta-nýlendunnar
í'rið 1891; voru þeir saman hið fyrsta ár Hermann og Jón
G. Pálmason. Næsta ár byggði Hermann sjer heimili
vestanverðu við Medecine-á, næst upp frá Jóni og nam
þar land síðar. Börn eiga þau Hermann og Margrjet
fimm á lífi, fjóra syni og eina dóttir, sem gipt erJónathan
Ólafssyni í Edmonton. Hermann kom eignalaus frá ís-
landi, svo að hann hafði naumast farareyri vestur, en