Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 94
70
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
rækt sýndist þá gefa smáar vonir um góöann árangur.
Því rylti haföi veriö kastaö í augu manna, að járnbraut
yrði lögð norður um nýlenduna eða sem næst því, innan
skamms tíma, en sem uröu tálvonir einar; hagsmuna-
bótin við hina nýbyggðu sögunarmylnu sunnan við Red
Deer ána varð að engu. Innflutningur var lítill fyrstu
árin, því afspurn og ágizkun sagði umheiminum þá litlar
framtíðarvonir í Alberta. Þegar þetta allt saman lagðist
við farfýsi sumra, þá kom svo, að ýmsir hugðu á burt-
flutning úr nýlendunni og fýstu aðra til hins sama; þeir
sem voru sýktir af farfýsinni sýndu fram á, að ný-
lenda þessi þrifist ekki, hún gæti ekki átt von á góðri
framtíð; ekkert þrifist í jörðu sökum kulda og frosta; allt
þornaði upp, jafnvel árnar og vötnin, svo búpeningur
dræpist niður af þurk og vatnsskorti, engin járnbraut yrði
byggð nær, engin þolanlegur markaður fengizt fyrir af-
urðir bænda, ef nokkrar yrðu, enginn skóli fengist, svo
yngri kynslóðin yxi upp sem dýr merkurinnar. Þessar
voru spár ýmsra þeirra, sem álitu það eitt ráð, að flytja
burtu og það voru sumir hinna Ieiðandi manna er hjeldu
þessu fram. Það var sumarið 1892 að þeir fluttu hjeðan,
heill hópur. Voru það: Einar læknir, Ólafur frá Espihóli,
Sigurður J. Björnsson, Gísli Dalman og fleiri; leit þá helzt
út fyrir að bygðin myndi eiðast; þessir menn hvöttu líka
alla til brottferðar; en það voru þá nokkrir sem ekki vildu
hlýða á þær eggjanir, svo sem Stephán skáld, Jón Pjet-
ursson, Jóhann Björnsson og ýmsir fleiri. Þá var það að
Stephán kvað kvæðið: ,,Að skilnaði“. ,,Þið farið burt;
en eg verð eptir“—Andvök. I. bls. 275—;geðjaðist sum-
um þeirra lítt að því og er þó kvæði það þrungið af spak-
mælum og sannleika. Burtflutningur þessi var nýlend-
unni hnekkir. Framkvæmdakrapturinn minnkaði og spillti
áliti á nýlendunni á fjarlæguni stöðum. En hrakspár