Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 85
ALMANAK 1912.
61
þess voru um 20 flest alt unglingfar. Á fyrsta fundinum
var þaö ákveöið, að æfa félag'smenn í andlegum og líkam-
legum íþróttum. Glímum, hnefaleik, knattleik og dansi.
En þessar líkamsíþróttir voru ei æíöar nema 1| ár. Sner-
ist þ'i félagið að því að reyna að æfa meira andlegt
atgjörfi félagsmanna. Voru umræður miklar, helzt kapp-
ræður á félagsfunJum, upplestur og æfing í að segja
greinilegar sögur eða efni úr ritgerðum. Þessum æfing-
um heldur félagið enn áfram, með töluverðum íuangri, þó
minna sé en vera ætti, vegna þess að félagið hefir alt af
vantað mann er gæti verið andlegur leiðtogi þess. En
elft mun félagið að mun hafa hina hollu tilfinning: ,,Sjálf-
ur leið þú þig sjálfan“. Lífsmagn félagsins hefir verið
öfugt við lífsmagn bjarndýrsins er liggur í dái yfir vetur-
inn. Félagið hefir starfað á vetrum, en legið í dái ásumr-
um. Veldur því þaö, að meðlimir félagsins margir eru
þfi að vinnu fjarri heimilum sínum. Fyrsta stjórn lélags-
ins, voru þessi: Formaður: Jóh. Halldórsson, skrifari:
Guðmunda Johnsson, dóttir Halldórs Jónssonar úr Þistil-
firði, féhirðir: Hjálmar A. Daníelsson, varaforseti: áður-
nefnd Guðmunda, varaskrifari Carl F. Líndal. Formað-
ur líkamsæfinga: B. Th. Höidal, varaform. Björn Magn-
ússon. Árstillag miðlima fél. var 25 cent og er það enn.
Fyrsta veturinn hélt félagið 10 fundi. Þegar er félagið
var stofnað, fann það mjög til þess að það stóð í vegi lyr-
ir starfsemi þess að ekkert samkomuhús var til. Var fé-
lagið á sífeldum hrakningi, til að fá húsnæði ýmist í skóla-
húsum eða í húsum einstaklinga og allstaðar varofþröngt
um það. Þegar á fyrsta ári tók félagiö sér það fyrir hend-
ur að reyna að koma upp samkomuhúsi og byrjtiði þegar
að halda samkomur, til að safna sjóði er varið skyldi til
samkomuhús byggingar. Síðari hluta vetrar 1893 var
það samþ. á félagsfundi að byggja samkomuhús. En á