Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 60
36
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
málum. Börn þeirra hjóna eru mörgf og; efnileg og vel
til manns komiö.
Sveinbjörn Sigurðsson frá Húsavík, Sveinbjörns-
sonar, Flóventssonar, sem lengi bjó aö Landamótsseli í
Köldukinn. Móöir Sveinbjarnar, Pálína Pálsdóttir,Pálsson
ar gullsmiðs af Reykjahlíðarætt. Kona Sveinbjarnar erSig-
ríöur Eiríksdóttir, Jónssonar, ættuö úr Vallahrepp í Suöur-
Múlasýslu. Börn þeirra eru: Eiríka Sigurbjörg, gift Sig-
urbirni Kristjánssyni þar í bygöinni; Sigurður, Guöný Mar-
grét, Emilía Dalborg. Um Sveinbjörn farast merkum
manni þar í bygðinni svo orö: ,,Sveinbjörn er einn af allra
ötulustu bændum hér í bygð, kappsamur og áhugasamur
í öllum framkvæmdum“. Hann er friödómari þar í bygð-
inni. Siguröur faöir hans dvelur hjá honum og hefir num-
ið þar land.
Guðmundur Einarsson, Guömundssonar, Sölvason-
ar, hreppstjóra í Garöi í Þistilfiröi. Kona hans, en móöir
Guðmundar var Guðrún Jónsdóttir, Kristjánssonar og Guð-
rúnar Kristjánsdóttur, þau hjón fluttu frá Krossi í Fellum
í Noröur-Múlasýslu, (þau voru þaöan ættuö) aö Garði í
Þistilfiröi. Kona Guömundar Einarssonar var Kristín
Benjamínsdóttir, Kjartanssonar frá Grímsstööum í Þistil-
firði. Guðmundur hefir alt af dvalið í Grunnavatnsbygö.
Hann er greindarmaður og fróöur um margt. Þegar þetta
. er ritað er Guðm. ný dáinn.
Páll Pálssson sonur Páls bókbindara íKverkártungu
á Langanesströndum. Helga hét móðir Páls. Konahans
er Sigrún Jónsdóttir Einarssonar var hann bróðir
Guðmundar Einarsonar er fyr er nefndur. Guðný
móöir Sigrútiar var dóttir Benjamíns frá GrímsstöÖum er
fyrr er nefndur, þau fluttust vestur meö Guömundi Einars-
syni, giftust hér vestra og eiga nú lifandi 9 börn.
Bessi Tómasson, Jónssonar, Tómassonar frá Her-