Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 65
ALMANAK 1912.
41
dóttur konu Daníels; Sig'uröur Hólm, giftur Sigríöi
Jóhannesdóttur; Hjálmar Freeman, ógiftur, stundar
búnaöarnám viö búnaðarskóla Manitobafylkis. Um
Daníel Sigurðsson sagði síra Jóhann Sólmundarson svo
í feröasögu úr Grunnavatnsbygö; ,,í fornöld heöfi
Daníel verið talinn sjálfsagöur goðorðsmaður vegna frænd
afla og vinsældar“ og munu margir er manninn þekkja
telja það sannmæli.
Jónas Halldórsson, fæddur 14. febr. 1845 að Björk á
Staðarbygö í Öngulstaðahreppi í Eyjafjarðarsýslu. For-
eldrar hans voru: Halldór Þorláksson, Halldórssonar frá
Jódísarstööum og Guðrún Rósa Jóhannesdóttir, Gunnars-
sonar, Jónssonar er bjó á Hólum í EyjafjarÖarsýslu. Jón-
as kvæntist áriö 1870 Jóhönnu Jónsdóttir, Halldórssonar
frá Jódísarstöðum. Árið 1878 fluttu þau til Ameríku og
settust að í Winnipeg. í sept. 1879 fluttist Jónas, meö
suðurfararstraumnum úr Nýja íslandi og settist að í
Dakota, nam hann land í Hallsonbygð og bjó þar til 1895
er þau hjónin fluttu lil Grunnavatnsbygðar, nam Jónasþar
land og hefir búið þar síðan rausnarbúi. Þau hjónin eiga
7 börn á lífi öll hin mannvænlegustu: Ásgrímur giftur
Helgu Árnadóttur, Egilssonar; Sigríður, gift Birni Hördal;
Snæbjörn; Kjartan; Rannveig Svannfríður, Þórhallur;
Nýbjörg. Jónas er einn af myndarlegustu bændum bygö-
arinnar.
Sigurður Eyjólfsson, tengdasonur Daníels Sigurðs-
sonar er áður er getið. Sigurður er fæddur 25. júlí 1857
í Kverakoti í Grímsnesi í Árnessýslu. Faðir Sigurðar
var Eyjólfur Narfason, en móðir Sigurðar hét Álfheiður
Siguröardóttir, Einarssonár frá Gölt í sömu sveit. Sig-
urður fluttist vestur um haf árið 1887 með móður sintti
og tveim bræðrum. Halldóri járnvörusala í Sahcoats,
Saskatshewan og Ingvari, er myrtur var fyrir fám árum