Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 129
ALMANAK 1912.
105
um voru þær: Rannveig Skúladóttir á Mælifellsá, mó8ir
Ingibjargar Guðmundardóttir á SkíBastööum ogf Ingibjörg
Skúladóttir, kona Þorsteins Pálssonar á Reykjavöllum,
fööur Skúla fööur Guömundar, sem lengi bjó á Reykja-
völlum og áöur er getið. Móðir Gísla í Húsey Ólafsson
ar, var Helga Aradóttir, systir Margrjetar Aradóttur,
móöur Jóns prófasts Konráössonar á Mælifelli. Móöir
Ingibjargar Arnveigar Sigfússdóttur, var Rannveig Árna-
dóttir bónda á Bakka í Vallhólmi, Gíslasonar, hreppstjóra
í Hofstaðaseli í Blönduhlíð, Árnasonar. Móðir Árna á
Bakka hjet Hólmfríður Skúladóttir, en rnóðir Rannveigar
á Bakka, var Guðbjörg Gísladóttir, Jónssonar, prests aÖ
Hólum í Hjaltadal; foreldrar Gísla prests voru: Jón bisk-
up Teitsson og Margrjet Finnsdóttir.biskups í Skálholti.
Móðir Guðbjargar var Ingigerður Halldórsdóttir, Hjálm-
arssonar, conrectors viö Hólaskóla., Systkini Gísla prests
munu þau hafa verið: síra Jón prófastur Jónsson á Auö-
kúlu í Svínadal í Húnaþingi—drukknaður í Svínavatni—
og Katrín kona Einars umboöshaldara Stefánssonar á
Reynistað í Skagafiröi. Jónas er fæddur á Syðstavatni
áriö 1858; ólst hrnn upp hjá foreldrum sínum og fylgdist
meö þeim vestur um haf, sem fyr segir, til Nýja-íslands
og þaöan suöur til N.-Dakota; frá Dakota flutti hann vest-
ur til Alberta, árið 1889; settist hann aö í Calgary og var
þar fimm ár; vann Jónas þar mest viö smíðavinnu. Áriö
1894, flutti Jónas noröur til íslenzku byggðarinnar noröan
Red Deer og staöfestist þar; nam hann þá land þaö, sem
Ólafur frá Espihóli settist fyrst á og þar næst Sigurður
Jónsson, aö austanveröur við Medecine-ána, þar sem
Markerville er nú; er bærinn byggöur úr landi Jónasar.
Jónas kom til Alberta nær því fjelaus, en mjög hefir hagur
hans breytzt til hins betra; hefir nú gott og arösamt bú
og líöur vel. Jónas er sjálfstæöur maður og vel gefinn að