Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 68
44
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
urössonar er lengi bjó í Vallahreppi í Suður-Múlasýslu,
Daníel nam land í Grunnavatnsbygð og bjó þar nokkur ár.
Flutti síðan til Oak Point og vann um hríð við verzlun
hjá Jóh. kaupmanni Halldórssyni. Flutti síðan aftur
á land sitt og byrjaði þar verzlun dálitla. Brá aftur búi
og flutti til Winnipeg og starfar þar að sölu á saumavélum.
Jón Eiríksson, bróðurson Daníels Sigurðssonar, er
áður er frásagt. En móðir Jóns var Guðrún Sigurðar-
dóttir, Þorbjörnssonar frá Tröðum í Hraunhreppi í Mýra-
sýslu Kona Jóns er Elín Þorsteinsdóttir, Þorsteinssonar
frá Austvaðsholti í Landamannahrepp. En móðir hennar
var Guðrún Teitsdóttir frá Snjallsteinshöfða í samahrepp,
bjuggu þau allan sinn búskap á Skarði í Landamanna-
hrepp.
FintlbogT Þorgilsson, sonur Þorgils Árnasonar, er
eitt sinn bjó í Grunnavatnsbygð. Kona Finnhoga er
Málfríður dóttir Jóns Hannessonar (eftir fyrri konu) er
býr í Grunnavatnsbygð.
SigurbjörnGuðmundsson, sonurGuðmundar bónda
Tómassonar og Sigríðar Bjarnadóttur er lengi bjuggu á
Vígholtsstöðum í Laxárdalshrepp. Fyrri kona Sigurbjörns
var Guðrún Jóhannesdóttir, aettuð úr sömu sveit. En
seinni kona Sigurbjörns er Gróa Magnúsdóttir, Einars-
sonar frá Urriðárfossi, en móðir Gróu var Ragnhildur
Magnúsdóttir, Símonarsonar frá Laugardælum.
Guðmundur Torfason flutti vestur um haf árið 1900.
Hann er sonur Torfa bónda Tímóteussonar og konu hans
Guðríðar Guttormsdóttur, er bjuggu á Skarðshömrum og
síðar á Glitsstöðum í Norðurárdal. Kona Guðmundar er
Guðrún Þorsteinsdóttir frá Haeli í Flókadal í Borgarfjarð-
arsýslu. Þorsteinn faðir hennar var sonur Guðmundar
bónda frá Sámsstöðum í Hvítársíðu. Kona Þorsteins var
Ljótunn Pétursdóttir systir Hjálms alþm. í Norðtungu.