Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 109
ALMANAK 1912.
85
búiö Gunnlaugur sniiður; var það á ómældu landi; en ept-
ir að landið var útmælt, færði Björn bústað sinn lengra
suður í tungfuna; nam hann þar land og byg'g'ði á því;
leizt honum þar vera myndu betri landskostir; þar hefir
hann búið síðan. Eptir að Björn missti Margrjeti konu
sína, bjó hann með börnum sínum, sem fiest voru á unga
aldri; var elzta dóttir hans, Anna að nafni, fyrir innan
stokk hjá honum hin næstu missiri; eigi löngu síðar gipti
Anna sig enskum manni og ekki að frændaráði; hugnaði
Birni lítt sá ráðahagur, en gat þó eigi að gjört. Ekki
hafði Björn efnum til að dreifa, er hann kom til Alberta
og setti bú saman, en hann var stakur dugnaðar- og kapps-
maður og Ijet eigi fyrir bíta að efla hag sinn og tryggja
framtíð sína, þótt það kostaði erfiðleika, græddist honum
brátt hagsæld og fje, svo hann er með rjettu talinn einn af
beztu búendum byggðarinnar. Margrjet kona hans, var
heldur ekki hlífisöm, en ótrauð til framsóknar meðan dag-
ur vannst til.
38. ÞÁTTUR.
Jón JÓnsson (Strong). Jón var fæddur á Geiteyj-
arströnd við Mývatn. Foreldrar hans voru: Jón Jóhann-
esarson, er lengi bjó á Geiteyjarströnd og Kristbjörg Ingj-
aldsdóttir frá Halldórsstöðum í Bárðardal. Jón ólzt upp
hjá foreldrum sínum þangað til hann giptist árið 1872,
ungfrú Helgu Ingibjörgu. Foreldrar hennar voru: Davíð
Jósafatsson og Rannveig Jósefsdóttir frá Austaralandi í
Axarfirði. Foreldrar Helgu bjuggu allan sinn búskap á
Ferjubakka í Axarfirði í Þingeyjarsýslu. Jón Strong átti
tvær systur: Jóninnu SigurrósogSigríði, sem báðarfluttutil
Ameríku og giptust þar; báðar eru þær nú dánar. Systk-
ini Helgu voru átta; þrjú þeirra dóu ung og einn bróðir
5