Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 140
116
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
mælti hún, ,,því léstu ekki einhverja konuna vita af því,
góða, aö þú varst veik?“
Hin sjúka reyndi til aö rísa upp,en hún var svo mátt-
farin að hún gat það ekki.
,,Ó, eg er ókvíöin um sjálfa mig, heldur aumingja
ungu börnin mín! Hvaö ætla veröi um þau ef eg dey?
Mrs. Allen þaggaöi niður í henni þýðlega. ,,Vertu
ekki aö hugsa um það núna. Þú skalt koma heim til mín
og vera hjá mér þatigað til þér er alveg batnað“.
Hin sjúka brosti með gleðisvip. ,,Viltu halda í hend-
ina á mér svolitla stund? Eg finn að eg rná treysta þér“.
Hin bláu bænaraugu lukust aftur, þreytulegt andvarp
leið upp frá hinum fölvu vörum.
Mrs. Allen hélt í hina hvítu hönd um stund, alveg
hreyfingarlausa, — unz kuídinn sagði til að öndin var
skilin við líkamann svo kyrt og hljóðlega. Þá lagði hún
hægt niður höndina og leit álitlu stúlkuna við fótagaflinn.
,,Húti mamma þín er sofnuð, góða mín“, sagði hún
mjög þýðlega. ,,Við skulum taka unga barnið með okk-
ur heim til mín, svo að hún móðir þín geti hvílt sig vært
og lengi“.
,,Please ma'am“, sagði barnið, ,,þú mátt ekki verða
vond við mig fyrir að segja svonaóttalega ósatt.að við hefð-
um tvo feður, þó við ættum engan, og fyrir að skila ekki
aftur því sem eg fekk lánað,af því við mammavildum ekki
láta fólk vita að við værum svona fátækar,ogplease mtt'am
hérna er hann afi þinn, sem eg fekk lánaðan“.
Presturinn sneri sér undan, þegar Mrs. Allen beygöi
s'8' 08 tók barnið í fangið.
,, Blessaður munaðarleysinginn með allahugprýðina1 ‘,
sagði hún og komst við. ,,Það hefir alla tíð verið auðn í
hjarta míriu, síða'n hún Jennie mín litla dó, og þar hugsa
eg að þið komist bæði fyrir, þú og ungbarnið hann bróð-
ir þinn“.
Allen afi stakk stafnum sínum hægt ofan í gólfið og
kínkaði kollinum við unga barninu, það sat við fótagafl-
inn í rúminu og hjalaði í móti honum.
(K. S. þýddi).