Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 50
26
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
hermenn sendi þó landstjóri, þótti það nægur
lífvörður. Tók Selkirk þá það ráð, að fá flokk
hermanna til fylgdar við sig, með því að lofa
þeim búlöndum vestur við Rauðá. Nóg var af
atvinnulausum hermönnum í Kanada um þess-
ar mundir, því stríðið við Bandaríkin var nýaf-
staðið. Nálægt hundrað hermenn kváðust fúsir
til fararinnar. Voru þeir úr málaliði því, er Bret-
ar höfðusafnað í Sviss, flestirúr herdeild þeirri,
er kölluð var de Meurons. Með þennan flokk
sigldi nú jarlinn vestur vötn upp til Sault St.
Marie. Hafði hann áformað, að halda síðan eft-
ir Superiorvatni, þangað sem Duluth borg nú
stendur, ferðast síðan eftir fljótum og landveg
að upptökum Rauðár, þaðan niður ána til ný-
lendunnar.
Ekki alllangt vestan við Sault St. Marie
mættu ferðamönnum þau tíðindi, að Semple
landstjóri sé myrtur, og að menn North West
fél. muni vera í Fort William. Var nú breytt
um ferðaáætlun, og stefndi jarlinn til Fort Willi-
am með flokk sinn. Áður en hann fór frá Kan-
ada, hafði hann verið skipaður lögregludómari.
Notaði hann nú vald sitt, tók alla menn North
West félagsins fasta í Fort William, og sendi þá
til Kanada, en settist sjálfur að í virki þeirra.
Ekki virðist þörf að skýra nákvændega frá at-
vikum öllum í Fort William, hefir margt verið
sagt á móti framkomu jarlsins þar, en þó munu
sannanir fyrir, að ef hann í nokkru fór lögum
eða rétti framar, var góð ástæða til.
Um veturinn sathann um kyrt. Áðursnjóa
leysti lögðu þó Svi?cnesku hermennirnir vestur