Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 52
28
ólafur s. thorgeirsson:
Þrátt fyrir það, að almenningsálitið var alment
með North West félaginu, og einkanlega þó
stjórn og þjónar hennar, réð Coltman frá öll-
um málsóknum á hendur Selkirk jarli. Ekki
var því vel tekið af fjandmönnum hans, er illa
þóttust leiknir hafa verið í Fort Wiliam. Ekki
skal nákvæmlega fara út í allar þær lögsóknir
og málaferli, er nú hófust í Kanada. North
West félagið átti því láni að fagna, að næstum
allir dómarar og málafylgjumenn voru því hlynt-
ir. Var rétti mjög hallað. Lauk svo að félag-
ið var sýknað að öllum sökum, en jarlinn dæmd-
ur til hárra fébóta.
Um haustið 1818 fór Selkirk aftur til Eng-
lands. Heilsu hans var mjög tekið að hnigna,
og efnatap síðustu árin hafði verið tilfinnanlegt.
Næsta ár dvaldi hann á Englandi. Þing Breta
tók mál hans til rannsóknar. Þótti hann hafa
verið illa leikinn. Og þó ekkert væri gert, til
að bæta honum eignatap, mun flestum á Bret-
landi er kyntu sér málið, hafa fundist æra hans
ómeidd.
Heilsuleysi Selkirks jarls ágerðist mjög, er
leið á árið 1819. Var afráðið að hann flytti til
Suður-Frakklands um haustið. Lafði Selkirk
fór með manni sínum. Ekki batnaði heilsa sjúk-
lingsins við loftslagsbreytinguna, og andaöist
Selkirk jarl í Pau á Frakklandi 8. apríl 1820.
Aðeins helztu atriði úr æfisögu Selkirks
lávarðar hafa verið sögð hér að ofan, og einkum
þau, er viðkoma starfi hans í Kanada. Að
dæma um þýðingu starfs hans, er örðugt mjög.
Jafnvel stefna hans og ástæðurnar fyrir starfi