Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 56
32
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
vatn þar, að ekkert útlit var til þess að hægt yrði að afla
þar heyja. Tóku búendur þá að litast um eftir þurrara
landi og kom þeim flestum saman um að álitlegra land
væri 8—12 mílum sunnar við vatn það er Grunnavatn
nefnist, því þar var þá land miklu þurrara. Höfðu tveir
bændur úr hópi þeirra flutt sig þangað árinu áður og létu
vel yfir högum sínum. Varð það því að ráði, að allir bú-
endur af þessu fyrnefnda svæði fluttu sig suður að Grunna-
vatni, nema tveir er voru þar nyrðra eftir einu ári 'engur.
Bændur þessir urðu því fyrstu landnemar Grunnavatns-
bygðar og verða þeir taldir hér á eftir:
Árni Freeman Magnússun. Æfiágrip sitt hefirhann
ritað mér, sem hér segir: ,,Eg er fæddur á Fótaskinni í
Þingeyjarsýslu 27. marz 1854. Skírnarnafn mitt er Árni
Frímann, en vegna þess að klaufalegir bókhaldarar í þessu
landi, þar sem eg vann f'-rstu árin gátu aldrei bókað rétt
föðurnafn mitt og næ^ri lá oft að eg tapaði fyrir það pen-
ingum, þá réð eg það af að skrifa mig A. M. Freeman
og hef gengið undir því nafni síðan. Foreldrar mínir
voru: Magnús Jónsson, Jónssonar er eitt sinn bjó að
Garðsá við Eyjafjörð og Guðrún Jónsdóttir, Ilalldórsson-
ar er síðast bjó í Árbót í Aðal-Reykjadal. Foreldrar
mínir bjuggu einnig í Aðal-Reykjadalnum. Þegar eg
var 16 ára fór eg frá foreldrum mínum og gjörðist
vinnumaður á jmsum stöðum í sveitinni. Tvö ár
var eg lausamaður, gjörði eg það til þess að afla mér
lítilsháttar mentunar. Fyrri veturinn naut eg tilsagnar í
skrift, reikningi og dönsku hjá þeim síra Benedikt Kristj-
ánssyni á Grenjaðarstað og Jóni Þórarinssyni á Lauga-
vatni, en síðari veturinn nam eg lítið eitt í ensku hjá síra
Lárusi Eysteinssyni, er þá var á Helgassöðum því eg var
þá þegar alráðinn í að fara til Canada. Árið 1884 flutti eg
vestur um haf með föður mínum, sem lifir enn og er til