Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Qupperneq 75
ALMANAK 1912.
51
stöömn í MiBnesi í Rormshvalsneshrepp í Gullbringusýslu.
Faðir hans var Bjarni Bjarnason, Jónssonar óöalsbóndi á
Löndum í Miönesi. Móöir Péturs en seinni kona Bjarna,
var Helga Þórðardóttir Þórarinssonar trá Glaumbæ
á MiÖnesi. Pétur var aðeins 4 ára þegar hann misti
fööur sinn. Fór hann þá að Geröum, meö föðurarf
sinn, er verja skyldi til uppeldis honum. En er hann
var 8 ára var arfurinn þrotinn og varð hann þá að sæta
þeini kjörum er úr mörgum hafa kjarkinn dregið, að alast
upp í ýmsum stöðum á kostnaö sveitarinnar, þar til hann
var 13 ára. Eftir það vann hann fyrir sér, sem matvinn-
ungur, þar til liann var 16 ára. Þá fluttist hann að Hamri
í Þverárdal í Mýrasýslu og varð þar vinnumaður. Ári
síöar flutti hann með húsbændum sínum að Harrastööum
í Dalasýslu, þar var hann 2 6r. En árið 1876 flutti hann
vestur um haf og settist aö í Mikley í Nýja íslandi. Áriö
eftir giftist hann Jóhönnu Hafliðadóttur, Sigurössonar.
Móðir hennar var Guðrún Halldórsdóttir, Þorvaldssonar,
frá Þverholtum á Mýrum. Árið 1883 misti Pétur konú
sína, en giftist aftur 1885 Hólmfríði Jósefsdóttur, Jónsson-
ar, er lengi bjó aö Hrísum í Helgafellssveit. MóöirHólm-
fríöar var Arndís Guðmundsdóttir, ættuð úr Snæfellsnes-
sýslu. Pétur bjó 15 ár í Mikley, þá flutti hann í ísa-
toldar-bygð, þar dvaldi hann í 10 ár, en vegna flóðs úr
vatninu flutti hann þaöan til Grunnavatnsbygöar og hefir
búið þar síðan. Eftir fyrra hjónabandið á Pétur eina
dóttur er Auðbjörg heitir, gift Stefáni Sigurðssyni bónda
í Argyle-bygð. Meö seinni konu sinni á Pétur 3 börn
Kristján Pétur, Bjarna og Jónínu, er öll dvelja hjá for-
eldrum sínum. Hefir Kristján numið land þar nærri.
Pétur Bjarnason er vel greindur maður, framgjarn og
fastlyndur og hefir átt mikinn þátt í forstööu allra fram-
faramála í bygðum þeim er hann hefir búið í. Sama ár