Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Síða 35
25
honum illir andar ofsækja sig. Eitt sinn er hann var tíu
ára aÖ aldri greip hann hin magnaÖasta öi-vænting þar
sem hann var að leika með öðrum sveinum. Með aldr-
inum hvarf þetta af honum. Nú blossuðu vonleysið og
sektarkendin upp í sálu hans á ný; freistingar, blekking-
ar og efasemdir rændu hann allri ró, en þess í milli fylt-
ist hann fögnuði og friði—augnablikshlé mitt í storm-
inum; von og ótti háðu einvíg i hjarta hans. Hann sá
hræðilega ásýnd, er leit á hann ásakandi úr skýjum ofan;
hann heyrði rödd, er spurði hvort hann vildi heldur yfir-
gefa syndir sínar og verða himnavistar aðnjótandi, eða
halda áfram í syndum sínum og ganga vítisveg. Það
var sem steinarnir á húsþökunum og pollarnir við veginn
storkuðu Bunyan og hæddu hann.
Þessum “striðs”-árum sínum, og andlegum þroska-
ferli sínum yfirleitt, lýsir Bunyan kröftuglega í bók sinni
Grace Abounding to the Chief of Sinncrs þGnægð náðar
veitt hinum stærsta syndaraý. Er þaS sjálfsæfisaga
hans, á 'borð við hinar frægu Játningar Augustinusar
kirkjuföður að áhrifamagni—lýsing á krossferli iðrandi
anda.
Mun kaldlyndum efnishyggjumönnum finnast fátt
um þetta ástríðuþrungna og langa sálarstrið Bunyans, ef
til vill virðast það fjarstætt og óeðlilegt. Þeim hinum
sömu er slíkt jafn óskiljanlegt sem andríki og eldmóður
skáldsins eru jarðneskri sál og hugsjónasnauðri. En
til þess að skilja Bunyan og meistaraverk hans — För
Pílagrímsins—verðum vér að fylgja honum i spor, með
fullri samúð, á andlegum þrautaferli hans Oss verður
að skiljast, að á þessum árum þungra sálarkvala var
Bunyan á seinfærri pílagríms-göngu sinni úr Glötunar-
borg til Zíonsborgar. Hann hafði að sönnu eigi verið
óvenju slæmur maður, en honum nægði eigi yfirborðs
heiðarleiki, var það eigi nóg, að fullnægja siðferðiskröf-
um almennings álitsins, en margir láta sér slíkt nægja.