Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Page 38
28
Pílagrímsins nafn hans um alla NorÖurálfu og um ný-
bygðirnar i Vesturheimi. Sökum mannkosta sinna og
góðverka varð Bunyan einnig vinsæll mjög. Og svo
var hann áhrifamikill meðal trúbræðra sinna, að hann
var alment nefndur “biskup Bunyan.”
Eftir langa æfi, auðuga að lífsreynslu og víðtækri
starfsemi, lézt Bunyan hinn 31. ágúst 1688, hart nær
sextugur. Dó hann svo sem slíkum manni sæmdi. Var
hann á heimleið frá því, að hafa sætt son einn við föður
hans, er hótað hafði að gera piltinn arflausan. Hrepti
Bunyan helli-rigningu, varð holdvotur og veiktist; dró
sú sýki hann til dauöa. Iivíla bein hans í Bunhill Fields
grafreit í Eundúnum.
Ef dæma má gildi manna eftir áhrifum þeirra á alda
og óborna féll með Bunyan í valinn einn hinn frábærasti
sona Englands að fornu og nýju. Á nú við, að ræða
ritstörf hans nokkru nánar.
Alls birtust á prenti eftir Bunyan kringum sextíu rit
og ritlingar. Er því bert, að hann hefir verið óvenjuleg-
ur afkastamaður á sviði bókmentanna. Hafa jægar
nefnd verið hin helztu rit hans, en rúm leyfir eigi, að
lýsa nánar nema einu ]>eirra.
The Pilgrím’s Progress from This World to That
Wlikh Js to Comc fFör Pílagrímsins frá jDessum heimi
til hins ókomna) er langfrægast af öllum ritum Bun-
yans, og ein hinna jjriggja fremstu li'kinga-sagna (s\-
legories) í öllum heimsbókmentunum. Kom fyrri hlut-
inn fKristinn) fyrst á prent snennna á árinu 1678, en
aukinn að nokkru í annari útgáfu sama ár, og í þriðju
útgáfu árið eftir. Seinni hluti ritsins þKristinn) kom
út árið 1684. Hefir mikið verið um það rætt í hverri
skuld Bunyan hafi staðið við eldri rithöfunda hvað hug-
myndir snertir og efnismeðferð. Mun óhætt að trevsta
ummælum sjálfs hans í ])ví efni, en hann neitar j)ví fast-
lega, að hann hafi farið í smiðju til nokkurra annara.