Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Qupperneq 48
38
Sveinbjöi'n Björnsson ('Friöbjörnsson) er fæddur 22.
jan. 1860 aÖ Fjallalækjarseli í Svalbarðshr. i N.-Þing-
eyjarsýslu. Foreldrar hans voru Friðbjörn Jóhannesson,
ættaður úr Eyjafirði og Guðríður Pétursdóttir, ættuð og
uppalin á Langanesströndum. Sveinbjörn ólst upp hjá
afa sínum og ömmu, móðurforeldrum sinum, Pétri Stef-
ánssyni og Þórdísi, móðursystur Kristjáns Jónssonar,
fjallaskálds, að Miðfjarðarnesi á Langanesströnd, þar
til hann var 12 ára.. Þá lézt arnrna hans. Fftir það var
Sveinbjörn næstu árin hjá móðurfrændum sinum. Vest-
ur um haf fluttist hann 1887 til Wpg. Þar var hann
þangað til i Mars 1889, fór þá vestur að' hafi, var 2 ár í
Seattle, 5 ár í Victoria, og til Blaine 1896 og var ýmist
þar eða í Mariette þangað til árið 1900. Þá fór hann til
Nome í Alaska og var þar þar til 1918. Kom þá suður
og var í Seattle þangað til 1924, það ár kom hann til
Blaine og hefir verið þar síðan. Fkki segist Sveinbjörn
hafa orðið ríkur í Alaska ferð sinni, að öðru en reynsl-
unni. Sveinbjörn er skýr maður og eftirtektasamur um
flest. Ritaði oft í ísl. Wljrg. blöðin meðan hann var
norður frá og stundum síðan. Hann er ókvæntur.
Bcnjamhi Alexander var ættaður af Langanesströnd-
um, en fæddur að Felli. Foreldrar hans voru Alexander
Nikulásson af Krossavíkur-ætt svo nefndri, og Guðrún
Benjaminsdóttir, ættuð úr Þistil'firði í N. Þingeyjar-
sýsiu. Benjamín var tvíkvæntur. Var fyrri kona hans
Ólöf Hallgrímsdóttir, kom frá N. Dak. vestur hingað.
Seinni kona hans heitir Vigdís Grímsdóttir. Lifði hún
mann sinn og býr nú í Bellingham. Benjamín mun hafa
komið frá íslandi kringum 1889. Var eitthvað í Graf-
ton, N. Dak. Fluttist þaðan vestur að hafi. Kom til
Blaine kringum 1896-7 og dó þar skömmu eftir aldamót-
in.