Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Side 52
42
minster, B.C.; Ólafur Ellert, í Blaine, kvæntur Krist-
björgu jónsdóttur Jónassonar; I,ouis og Óskar, bá'ðir
kvæntir hérlendum konum, til heimilis í Venelchy, Wásh.
Allir hinir efnilegustu menn.
Bjarni Sveinsson er fæcldur i Sólheimahjáleigu í Mýr-
dal í Skaftafellssýslu 1858. Hann kom heiman af íslandi
árið 1887 og var fyrsta árið i Winnipeg. Þá fluttist
hann vestur til Seattle og var J>ar ] 3 ár og þaðan til Blaine
1901 og verið }>ar síðan. Bjarni er tvíkvæntur. Fyrri
kona hans Margrét Vigfúsdóttir, ættuð úr Landeyjum
Hún lézt í Blaine 1912. Frá því hjónabandi lifa tvær
dætur af 6 börnum; þær eru Pálina, gift hérlendum
manni, og Kristjana, kona Guðmundar Olson, bónda
skamt frá Blaine. Seinni kona Bjarna er Una Jóhannes-
dóttir. Hún var fædd 1853 að Björgum í Vindhælihreppi,
Húnavatnss., kom vestur um haf 1898, var eitthvað á
Ginrli, síðar í Selkirk. Una er þrígift. Fyrsti maður
hennar var Bjarni Björnsson frá Glæsibæ í Skagafirði,
dáinn 1899. Annar maður hennar var Kristján Friðriks-
son, ættaður úr Þing-eyjarsýslu. Með honum kom.Una
til Blaine frá Selkirk urn aldamótin. Friðrik var einn
með fyrstu íslendingum, sem keypti land í Birch Bay
um 10 mílur frá Blaine; Land það seldi hann Þorgeiri
bónda Símonarsyni, áður getið í þessum þáttum. Flutti
Friðrik þá til bæjarins ("Blaine) og lézt þar 1914. Þriðji
maður Unu, er Bjarni Sveinsson, sem hér um ræðir.
Magnús Jónsson er fæddur á PIóli í Sæmundarhlíð í
Skagafirði 17. júlí 1851. Faðir hans var Jón, sonur
Jóns Oddssonar, hreppstjóra, þess er sýslumað.ur Jón
Espólín hafði oft til að dæma í málum þeim er honum
þótti miklu máli skifta. Móðir Magnúsar var Sigríður
Magnúsdóttir frá Halldórsstöðum í Laxárdal í Þingeyj-
arsýslu. Magnús var hjá foreldrum sinum þar til hann