Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Page 55
45
þenna síSsta áratug.
Margur veikur, vinarhönd,
Vonin fegri sólskinslönd.
Margrét kona Magnúsar er fædd 1848 á Þelamörk i
Eyjafjarðarsýslu. Hún flutti með foreldrum sínum að
Fjalli 1849 og ólst þar upp að mestu. Hún á einn al-
bróður, Grím Eymann í Selkirk. Þeim hjónum varð 5
barna auðið. Af þeim náðu tvö fullorðins' aldri, Guð-
björg, giftist Guðmundi Jónssyni frá Vík í Skagafiröi,
dáinn fyrir mörgum árum og Jón, getið hér á eftir. Auk
bræðra Magnúsar, getið hér að framan, átti hann og eina
hálf-systur, sem er Sigurveig í Kjalvík í Nýja íslandi,
ekkja Benedikts Arasonar, sem þar bjó og flestir íslend-
ingar þar austur frá kannast við. Þó æfin hafi oft verið
þeim hjónum Magnúsi og Margréti þung í skauti, einkum
síðari hlutinn, þegar tekið er tillit til barnamissis þeirra,
eignatjóns, af þeim óviðráðanlegum ástæðum, sem ekki
eiga hér heima og síðast sjónleysi öldungsins, þá hefir
hún þó veitt þeim sigur og sæmd ,sem nú er við að una,
jægar alt annað er farið. Sæmd í vináttu góðra manna
og þakklæti hinna mörgu, ungu og öldnu, sem til þeirra
hafa sótt þarfar leiðbeiningar, hlýleik og styrk. Margrét
og Magnús munu ógleymanleg sínum mörgu vinum og
velunnurum.
Guðbjartur Kárason er fæddur 1872 að Geirmundar-
stöðum í Strandasýslu. Foreldrar hans Kári Kjartans-
son og María Eyjólfsdóttir ættuð frá Gilsstöðum. Guð-
bjartur ólst upp með foreldrum sinum. Fjórtán ára fór
hann austur á Skagaströnd og var þar næstu 17 árin.
Árið 1902 fluttist hann vestur um haf og vestur á Kyrra-
hafsströnd og hefir haft heimili í Blaine síðan. Kona
Guðbjartar er Ingibjörg Dóróthea Erlendsdóttir, alsystir
Vigfúsar Erlendssonar fgetið í Point Roberts þáttum)