Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Page 72
62
þessa bæjar. Yfirleitt er Magnússon fáskiftinn og yfir-
lætislaus. en skynsamur vel og gengur eigi fjöltroðnar
brautir a'ð því er lífsskoöanir snertir, enda lætur hann og
aðra um þeirra skoðanir. Hann er drengur góður, og
sama má segja um konu hans. — Sex dætur hafa þau
hjón eignast og alið upp. Þær eru: Emily og Lára
Sigurrós, báðar skólakennarar; Katrín Margrét, vinnur
við bókfærslu; Esther Steinun; Florence Ólína og Alice
Jónína, aflar heima. Bræður J. O. Magnússonar, eru
bændurnir Ólafur og Magnús nálægt Wynyard, Sask.,
en systir Sesselju^ kona Halldórs Jónatanssonar, kaup-
manns að Wynyard.
Þorlákur Guðmundsson og kona hans Guðný Jóns~
dótt'-r komu heiman af íslandi árið 1890, og héldu ti!
Lögbergs nýlendu og námu þar land. Eftir hálfs annars
árs veru þar, gengu þau frá landinu og fóru til Winni-
peg og þaðan til Selkirk. Þar voru þau 14 ár. Árið
1906 fluttu þau til Blaine og hafa verið þar að mestu
síðan. Þau lijón hafa átt 9 börn, af þeim lifa þessi:
Guðmundur Magnús, Vilhjálmur Jón, Ellis Walter,
Níels Steingrímur, Margrét Þorbjörg, öll gift annara
Jijóða fólki.
Foreldrar Þorláks voru hjónin Guðmundur Þorláks-
son og Kristbjörg Snjólfsdóttir, sem mörg ár bjuggu að
Fossum í Svartárdal í Hlúnavatnssýslu. Þau hjón komu
að heiman með syni sínum og dóu hjá honum hér í Blaine
í hárri elli. Foreldrar Guðnýjar voru Jón Ingimundar-
son og kona hans Þorbjörg Guðmundsdóttir frá Sauðá
í Slcagafirði. Þorlákur er smiður góður^ og hefir jafn-
an stundað þá iðn er þess hefir verið kostur. Hann á
og góðan þátt i félagsmálum íslendinga hvar sem hann
hefir verið.