Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Side 76
66
Roberts þáttum, og Jónatan K. Steinberg, húsasmiSur í
Seattle. Kona Sumarliða er Margrét GuÖrún Magnús-
dóttir fædd 20 jan. 1863. Foreldrar hennar voru þau
Magnús Björnson Magnússonar frá HofstöSum i Þorska-
firði vestur og Kristbjörg Friðriksdóttir Halldórssonar
frá Látrum. Kristbjörg var náskild Ólínu konu Flafliða
Eyjólfssonar, Dannebrogsmanns i Svefneyjum á Breiða-
firði. Móðir Kristbjargar var Rannveig Jónsdóttir
Arnórssonar, sýslumanns. — Margrét ólst upp með for
eld'rum sínum og giftist frá þeim, Sumarliða Kristjáns-
syni árið 1887. Fyrsta árið voru þau hjá foreldrum
hennar, en næsta ár fóru þau að búa i Skógum í Þorska-
firði—æskustöð Matthíasar Joch. — Þaðan fluttust þau
vestur um haf árið 1891, til Gtrðar, Dak. og höfðu heimili
þar næstu tvö árin. Árið 1893 fóru þau til Mouse River,
tóku heimilisrétt á landi og'bjuggu þar næstu 6 árin.
Þaðan fluttust þau til Swan River. Námu enn land,
bygðu sér heimili og bjuggu þar 4 ár. Þaðan fluttust
þau vestur að hafi og settust að í Blaine. Þar voru þau
7 ár. Vann Sumarliði þau ár ýmist að fiskiveiðum eða
á sögunarmylnum. Að liðnum þessum 7 árum fluttust
þau hjón austur aftur til Swan River, á land sitt, sem
enn var óselt og bjuggu þar 4 ár. Þá seldu þau landið
og fluttust vestur aftur, i þetta sinn til Point Roberts og
voru ]?ar tvö ár. ÞaSan suður með strönd til San Diego.
California og hafa verið þar síðan. Sumarliði hefir átt
mikinn þátt í íslenzkum félagsmálum, hvar sem hann hef-
ir verið, sérstaklega lestrarfélögum, og verið með að
stofna þau í Mouse River, Swan River og Blaine. —
Af 8 börnum, sem þau hjón hafa eignast, lifir aðeins einn
sonur, Þormóður Júlíus, giftur Ásthildi Pálsdóttur, til
heimilis í Seattle, hinn efnilegasti maður.
Jóhann Brlcndur þjack Anderson). Foreldrar hans
voru Þorsteinn Antoníusson og Sigríður Erlendsdóttir.