Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Side 85
75
skömmu fyrir fráfærur, voru þeir aS smafa sem oftar,
Þorleifur og Otúel, inni á Kirkjubólshlíð og gekk heldur
seinlega, því rollurnar viidu ekki rekast vel, enda þóttust
smalarnir eftir rnörgu fleiru þurfa aÖ líta, sérstaklega ef
þeir sáu fugl í kastfæri, þá v'arÖ að senda honum stein.
Nú voru þeir komnir út á háu bakkana^ sem eru nokkru
fyrir innan Arnardal, þar ganga klettaranar fram i sjó-
inn og eru sumir umflótnir, þeir sáu nú æðarkollu sitja á
einum þessara kletta úti í sjónum, og köstuðu nú báðir
undir eins; æðarkollan datt dauð í sjóinn, vindur stóð á
land, svo hún rak strax upp í fjöruna, þeir félagar hlupu
nú báðir niður bakkana og grípa kolluna, sáu þeir þá að
annar steinninn hafði komið í bakið en hinn í hausinn á
fuglinum; þóttust báðir hafa kastað þeim steininum, sem
kom í hausinn, því hann hefði drepið æðarkolluna. Þótt-
ist svo hvor um sig vera réttur eigandi fuglsins, en eins og
vant vart varð Otúel að láta sinn hluta, en Þorleifur tók
æðarkolluna. Vildi Otúel þá ekkert hjálpa Þorleifi við
lambærnar, svo hann varð einsamall að reka þær heim,
en þær voru dreift, svo hann varð ýmist að hlaupa hátt
upp í hlíð, eða niður á götur, en var nú óvenjulega dug-
legur, og loks kom hann rollunum sarnan i hóp, sem röltu
nú með hægð heim göturnar. Otúel drattaði talsvert langt
á eftir. Þorleifur átti eina á, sem honum hafði verið
gefin, hún hafði borið með þeim fyrstu, og var lamb
hennar eitt hið allra vænsta í hópnum^ ærin var lítið eitt
á undan hinum og var auðþekt á lambinu. Þorleifi hevrð-
ist þytur í loftinu mjög nálægt eyranu á sér, og þegar
hann kemur þar er ærin var, þegar hann þóttist heyra
þytinn, liggur lambið hans þar steindautt í götunni, hafði
Otúel þannig hefnt sín.
Einu sinni, sem líklega oftar, vantaði af kvíánum hjá
Otúel, húsmóðirin var sjálf að mjólka, Otúel var að vasla
í kvíunum, sem voru ekki sem þrifalegastar, legst svo
endilangur á lcvíavegginn; húnfreyja var að nudda við