Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Qupperneq 94
84
Bjarni tóku nu all-sterklega til áranna, en Hesteyrar-menn
réru beint i veg fyrir þá, og fóru leikar þannig aÖ þeir
ná'Öu í bát Otúels aÖ framan, Otúel skalf þá á beinunum,
en verður þaÖ fyrst fyrir a8 hann segir viÖ Torfa: “Torfi
eg skipa þér aíS losa.’- Torfi gripur svera skorÖu upp úr
bátnum, og stekkur fram í og reiöir upp skorðuna og
segir: “Mér er skipað að loþa fhann var mjög smámælt-
ur á essið. Hesteyringum leist ekki á að fá högg af
skorðunni hjá Torfa, og verður það næst að þeir sleppa
tökum á bátnum, og áður þá varði var bátur Otúels kom-
inn á flugaferð út úr firðinum, og sáu þeir sér þá ekki
fært að elta hann til þess að ná honum. Hafði Otúel
þar frægan sigur, sem hann var lengi minnugur á.
Frá þessum sigri sagði Otúel oft, en þó var annað,
sem hann þóttist ennþá meira af. Hann var þar norður
frá i skotferð, sem oftar, lenti innan til í Grunnavíkinni,
tekur byssu sína og kíkirinn, og gengur út undir svokölluð
l ílöss, en það voru lágar klappir eða hleinar, sem komu
upp um fjörur, en i milli þeirra vo'ru álar, sem ekki fjar-
aði út úr og voru þeir fullir af þara og þangi. Sá þá
Otúel í kíkinum þrjá seli liggjandi uppi á þessum hlein-
um, og að sá stærsti var fjærstur. Otúel fór þá að læð-
ast fram eftir hleinunum, til að komast i færi, og varð
að vaða all-djúpt i sumum álunum en þegar hann er í
einum þeirra, hér um bil i mitti, sér hann að selirnir eru
eitthvað að ókyrrast, þorir hann þá ekki að vaða lengra,
og skvtur á fremsta selinn og dauðskaut hann. Þetta
sagði hann að enginn hefði getað gert nema sönn heið-
urskempa, og ])að var viðkvæði hans( ef honum þótti
fyrir við einhvern: “Liklega þú frægur, sem skaust sel-
irm í Hlössunum, standandi í sjónum upp i herðablöð.”
Eitt vorið, sem eg var á Snæfjöllum, gjörði Otúel út
annan bát, sem réri frá Búð, þar sem kallað er Gullhúsár,
skamt fyrir utan Snæfjöll. Formaðurinn á þeim bát hét
Jón, duglegur maður og aflaði vel, var Otúel mjög mont-