Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1929, Síða 100
ðo
selinn og hnísuna, sem hann skaut oft tvær i skoti. í
einum slíkum “túr” var hann er hann veiktist, var þá
staddur vestur á Skutulfirði, og hafÖi þá verið búinn að
vera úti í tvo sólarhringa. Lenti þá upp i svokalla'ða
Skarðseyri, en þar tojó maður^ sem Guðbjartur heitir.
Otúel komst með naumindum heim að húsinu, sagði Guð-
bjarti að hann mætti eiga þaS sem í bátnum væri, ef hann
bjargaði honum undan sjó, og léði sér rúm til að leggja
sig fyrir í. í bátnum var einn selur og tvær hnísur. Otúel
lá þar tæpan sólarhring, unz hann andaðist.
Lillevse, Man. 1923.
Jón Kyistjánsson.
BROT ÚR FERÐASÖGUM
Eftir Eirík Rafnkelsson.
ÓRitað eftir sjálfs hans fyrirsögn af G. Árnasyni).
HaustiS 1870 lögðum við af stað tveir, eg og Vigfús
nokkur Sigurðsson, frá Hofi í Öræfum í Austur-Skafta-
fellssýslu. Eg var þá rúmlega tviutgur að aldri, en Vig-
fús var miðaldra maður. Förinni var heitið vestur í Gull-
bringusýslu; ætluðum við að dvelja þar um veturinn og
stunda fiskiveiðar, eða vera til sjóróðra, eins og það var
alment kallað. Enginn maður hafði áður farið úr okk-
ar sveit í þess konar leiðangur. Við vorum báðir ríð-
andi, höfðum sinn hestinn hvor.
Leiðin^ sem við áttum fyrir höndum er löng og var
ógreiðfær mjög í þá daga. Eru vegleysur miklar víða
um sandana í Skaftafellssýslum og margar illfærar jök-
ulár yfir að fara. Þá voru allar ár óbrúaðar og var farið
yfir þær stærri á ferjum og hestar látnir synda, en yfir